Taco kryddblanda

Það er ýmislegt sem hefur komið út úr þessari bloggsíðu.  Til að mynda er ég ekki frá því að ég sé farin að borða hollar, þó það sé auðvitað nauðsynleg óhollusta inn á milli :-)   En eins og ég hef áður nefnt, þá held ég að stærsta breytingin sé að elda allt frá grunni og ég veit alveg nákvæmlega hvaða hráefni ég er að láta ofan í mig.  Þetta þýðir auðvitað að hluta til að ég er farin að hugsa mig um þegar ég versla (úff hvað það er nú samt orðið sorglega dýrt), velti fyrir mér hvort að hráefnin séu góð eða ekki og er farin að þekkja undarlegustu  ávexti og grænmeti - hinn hlutinn felst svo í því að ég er farin að vinna kryddblöndur og annað slíkt frá grunni, sbr. cajun kryddblönduna sem ég gerði um daginn og er farin að nota við sem flest tækifæri, enda hrikalega gott :-)

Í kvöld gerði ég hins vegar taco kryddblöndu, enda hundleiðá því að kaupa alltaf e-a kryddblöndu sem ég veit ekkert hvað er í og líður reyndar aldrei neitt sérstaklega vel af ... Það var því hið ágætasta mál að skella í taco kryddblöndu áðan fyrst ég ákvað að hafa kjöt tortillur í matinn!

Uppskriftin:
1/2 dl chilliduft
1/2 dl maísanamjöl
1/4 dl salt, má alveg vera minna
1 msk svartur pipar
1 1/2 msk paprikuduft
1/2 msk laukduft
1 msk hvítlauksduft
1 msk oreganó
1 msk cuminduft
1 tsk cayenne pipar
1 tsk kórianderduft
1/2 msk  kakóduft
1/2 msk reykt paprikuduft (smoked paprika)

Öll kryddin saman komin nema maísanamjölið

Var með litla skál og setti öll hráefnin í hana ...
Byrjaði á chilliduftinu ...

Svo maísanamjölið ...

Svo saltið ...

Svo piparinn ...

og paprikuna ...

... laukduftið ... 

... hvítlauksduftið ...

og svo auðvitað smá oreganó ... 

og cumin duftið... 

Mmmm... cayenne duft :-)
ef þið viljið ekki hafa þetta of sterkt
er athugandi að hafa minna af því ... 
ég hafði auðvitað aðeins meira ...

Kórianderduft ...

Reykta paprikuduftið ...

og að lokum kakó-ið ...
hefði verið athugandi að sigta það, 
en það er alls ekki nauðsynlegt 

Svona leit þetta allt saman saman komið, notaði svo
bara gaffal til að blanda þessu saman ...

Girnilegt ekki satt? :-)

Svo notaði ég gömul kryddglös til að geyma kryddið í

Voílá!

Skammturinn dugði sum sé í 2 næstum full glös :-)

Svo var bara að steikja hakkið og skella slatta af kryddi á

og búa til ótrúlega góða tortilla með heimatilbúnu salsa

Já, gaman af þessu! Enn meira gaman af því að núna vantar bara 44 gesti upp á að 5000 gestir hafi heimsótt síðuna, kannski fimm þúsundasti gesturinn komi í vikunni :-)

Meira síðar.

Ummæli