Heimalagað salsa

Þá er það opinbert, ég er endanlega fallin fyrir því að vera með heimalagað og var það þetta líka góða salsa sem setti punktinn yfir i-ið!


Í fyrsta lagi þá var fáránlega auðvelt að gera það.
Í öðru lagi smakkaðist það alveg hreint ágætlega.
Í þriðja lagi þá tók það jafn langan tíma að gera þetta salsa og að teygja sig upp í hilluna í Samkaup og setja í körfuna ... eða því sem næst :-)

Uppskriftin var ...
3 dósir niðursoðnir tómatar (með sósu og alles, en ég tók samt hluta af henni af aftur til að þetta yrði ekki alltof
   blautt)
1 grænn chilli
1 lítill laukur
1 hvítlauksgeiri
1 jalapeno (notaði bara góðan slatta af jalapano úr krukku)
1/4 tsk sykur
1/4 tsk salt
1/4 tsk cumin
1 dl kóriander (jafnvel meira ef ykkur finnst það gott)
1/2 - heilt lime (Ég setti bara góðan slatta af tilbúnum limesafa þar sem ég gleymdi enn og aftur að kaupa lime)

Þá var bara að drífa í þessu ...

Skera laukinn ... 2 sek

Búin að setja tómatinn og laukinn í matvinnsluvélina
aðrar 2 sek

Skera hvítlaukinn ... 3 sek

Skera græna chilli-ið ... 2 sek

Setja í skálina ... 1 sek í viðbót

Skera jalapeno-ið, 2 sek

Allt grænmetið komið út í og þá er að setja sykurinn
og saltið 3 sek ...

og cumin-ið og kóreanderinn ... 
4 sek í viðbót og svo lime-safann.
Svo er bara að ýta á "pulse" takkann (heitir það a.m.k.
á vélinni minni :) ... nokkrum sinnum eða þangað til
áferðin er orðin eins og óskað er eftir :-)

Þá er það þetta sem mikilvægast er, að smakka!
Mmmmm ... vel heppnað!

Nammi namm og góður slatti af salsa ...

Þetta er auðvitað alger snilld fyrir partý og/eða til að nota í aðra eldamennsku og svo er alltaf hægt að henda restinni í krukku og geyma jafnvel í nokkra daga og nota síðar :-)

Annars get ég ekki deilt þessari uppskrift án þess að minnast á vinkonu mína hana Huldu Maríu sem kynnti fyrir mér og kenndi mér að meta kóriander (Takk elsku Hulda!), það er svo undarlegt með sumar matartegundir að þær eru alveg hræðilegar við fyrstu smökkun og svo eftir nokkrar tilraunir skilur maður einfaldlega ekki hvernig hægt var að lifa án þessa áður = ég og kórianer :-)

Meira síðar.

Ummæli