Heimagert hvítt fudge

Annað sem rataði í körfuna hjá vinum þessi jólin var heimagert núggat - sem var eiginlega svo hrikalega gott að ég fæ enn vatn í munninn og ég veit að ég mun seint gera það aftur því ég efast um að ég gæti hætt að borða ef ég ætti það heima :-)

Mætli þó með því að gera og njóta - ekta í gjafir ... enn betra í munni!

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 poki sykurpúðar (~8 dl)
6 dl hvítt súkkulaði
4 dl sykur
110 gr smjör
2 dl rjómi
Saltklípa
Kökuskraut (valfrjálst)

Reif niður sykurpúðana í djúpa pönnu,
hellti rjómanum yfir og kveikti undir og setti á meðalhita

Bætti um leið smjörinu út í,

sem og sykrinum.

Svo var bara að leyfa hitanum að vinna vinnuna sína
og hræra reglulega í - í sirka 5 mínútur eða
þar til þetta hafði allt bráðnað saman.

Tók svo fram eldfast mót 22 cm x 33 cm 
og klæddi það með álpappír 

Hvíta súkkulaðið tilbúið til notkunar

Sykurpúðarnir og sykurinn vel bráðnað saman

Hellti svo súkkulaðinu út á pönnuna

og þessu hrærði vel saman.

Hellti þessu svo úr pönnunni og í formið,
reyndi að dreifa vel úr og slétta :-)

Dreifði svo kökuskrauti yfir til að gera þetta fallegt.

Skar þetta svo í bita - svona sirka
tvo munnbita 

og notaði svo tóma plastkassa undan
kirsuberjatómötum og setti
tvær hæðir af bitum í hvern kassa

Úr varð þessi ágæta jólagjöf :-)

Bragðgott og lítur rosa vel út - getur ekki klikkað! Ekta fyrir alla sælgætisgrísi!

Meira síðar.

Ummæli

Hafdis Sunna sagði…
Flott - góð hugmynd að skemmtilegri jólagjöf, hún hefur ábyggilega slegið í gegn! En það er alveg magnað hversu margar sætar vörur er hægt að setja saman, og samt fá góða útkomu - sykurpúðar, sykur, súkkulaði...

Og þú ert ekkert smá dugleg að mixa og trixa í eldhúsinu Albertína. Ég panta að fá að koma og smakka einhverntíman þegar ég verð á Ísafirði.
Vestfirðingurinn sagði…
Takk Sunna :) Þetta var svo sannarlega gott og ekki skemmdi fyrir hvað þetta leit vel út!

Þú verður endilega að láta mig vita næst þegar þú átt leið til Ísafjarðar og ég skal skella í þemakvöld :)