Kjúklingasalat með eplum og vínberjum

Ég skellti í alveg hreint hrikalega gott kjúklingasalat um daginn. Kristrún Helga vinkona var að koma í mat þannig að ég ákvað að ég yrði nú að elda eitthvað sérstaklega gott, enda kemur hún ekki svo oft í mat :-)  Ég ákvað að skella í gott og girnilegt kjúklingasalat, sem raunar er örlítið öðruvísi: Kjúklingur, vínber, epli og kasjúhnetur!


Uppskriftin er eftirfarandi ... fyrir 3-4
2 kjúklingabringur
Ólífuolía
Kajúnkryddblanda
1 msk appelsínumarmelaði
1/2 blaðlaukur
1 grænt epli
2 dl rauð vínber
1/2 dl limesafi
2 dl grísk jógúrt
1 msk matarolía
1 tsk cumin fræ
1 hvítlauksgeiri
2 tsk karrý
2 msk kasjúhnetur

Byrjaði á að skera kjúklinginn í bita og krydda

Snöggsteikti kjúklinginn svo upp úr ólífuolíu

Svo var bara að skera blaðlaukinn í sneiðar

og eplinn í bita

og svo vínberin í helminga.

Skellti þessu öllu í stóra skál ásamt grísku jógúrti

... limesafa ...

og appelsínumarmelaði.
Setti þetta svo til hliðar um stund.

Svo skellti ég smá matarolíu í pönnu og leyfði henin að hitna
áður en ég skellti cumin fræjunum út í ...

ásamt hvítlauknum ...

Þegar cumin fræin voru hætt að hoppa og skoppa
bætti ég karrýinu út í og blandaði ölluvel saman

Leit að  lokum svona út.

Svo var bara að hella karrýblöndunni út í stóru skálina,
yfir epla/vínberja/jógúrtblönduna og blandaði öllu
vel og vandlega saman.

Þá var bara að hræra kjúklingnum út í 

og að lokum dreifa kasjúhnetunum yfir :-)

Þessi kom skemmtilega á óvart - hverjum dettur í hug að blanda saman kjúklingi, eplum og vínberjum?!  En virkilega góð var blandan - mæli eindregið með þessu enda létt og skemmtilegt og jafnvel betra daginn eftir.

Meira síðar.

Ummæli

Finney Rakel sagði…
Áttu einhverja uppskrift af góðri þykkri grænmetissúpu ?:)
Nafnlaus sagði…
Bestu þakkir fyrir góðan mat og skemmtilegt vinkonuspjall! Ég get hiklaust mælt með þessari uppskrift.

Kveðja,
Kristrún Helga
Nafnlaus sagði…
Þessi verður sko pottþétt prufuð um helgina :)

Ég gerði kjúklingabaunakarrýið með smjörhnetunni um daginn, mikið svakalega var það gott, sérstaklega hnetan. Karlinn sagði reyndar að þetta hefði verið einhæft, samabragðið af öllu á diskinum, en hann er karlmaður með skrýtið bragskyn ;-)
En ég á sko eftir að reyna að fá verslunarstjórann til að panta svona hnetu hingað á Hólmavíkina fyrir mig :)
Takk fyrir mig Kv. Þuríður
Vestfirðingurinn sagði…
Finney: Skondið, var einmitt að hugsa að ég þyrfti að fara að elda súpu - stefni á það í næstu viku :) Annars mæli ég með þessum tveimur: http://vestfirdingurinn.blogspot.com/2011/04/tilraunaeldhusi-forrettur-texmex-supa.html

og

http://vestfirdingurinn.blogspot.com/2011/01/gulrotarengifersupa-og-hvitt-snilldar.html
Vestfirðingurinn sagði…
Þuríður - gaman að heyra að það gekk vel og enn meira gaman að það hafi smakkast vel! :) Smjörhnetan er einmitt alger snilld, eiginlega algert sælgæti þegar hún er rétt elduð! Virkilega gaman að heyra þegar fólki líkar við réttina :D