Eggjalaus og einföld súkkulaðikaka

Ég skellti í stóra og girnilega súkkulaðiköku í gær ...

Uppskriftin var eftirfarandi ...
4 dl hveiti
3 dl mjólk
1 1/2 dl sykur
1 1/2 dl púðursykur
1 dl kakó
185 ml bráðið smjör (rúmlega 1 1/2 dl)
3 egg
2 tsk vanilludropar
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt

Byrjaði á að skella hveitinu í skál,

ásamt sykri,

og púðursykri ...

... sigtaði svo kakóið út í 

Mmmm... lítur vel út :-)

Svo var bara að bæta vanilludropunum út í ...

sem og lyftiduftinu ...

og matarsódanum og saltinu.

Svo var að hella mjólkinni út í ...

sem og bráðnu smjörinu.

Svo var bara að þeyta þetta vel og vandlega.

Skipti svo deiginu í tvennt í 
tvö hringform ... 

Skellti þeim svo inn í ofn í 25 mínútur við 180°C, blástur
Lítur vel út ekki satt?

Tók svo annan botninn og setti á kökudisk ...

Þá var það kremið!
Ætlaði fyrst að gera rjómaostkrem, 
en verð að viðurkenna að mér finnst smjörkrem betra,
þannig að það var lítið annað að gera en að setja 
mýkt smjör í skál ...
Notaði u.þ.b. 200 gr smjör og 6 dl flórsykur

Ásamt flórsykri ...

og svo var bara að hræra vel og vandlega
og bæta við flórsykri eftir smekk ...
bætti svo að lokum við 100 gr suðusúkkulaði sem ég
hafði brætt í örbylgjuofninum

og hrærði svo aðeins meira :-)

Svo var bara að skella kremi á botninn ...

og setja svo hinn botninn ofan á 

og setja krem ofan á hann og hliðarnar ...
Verð að viðurkenna að ég er ekki besta
skreytingamanneskja í heimi, en held þetta
hafi verið í lagi að lokum :-)

Þá kemur það fyndna í þessu öllu saman.  Eins og glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir þá áttu að vera hvorki meira né minna en 3 egg í kökunni ... en sökum almennar gleymsku þá einfaldlega gleymdi ég þeim og ótrúlegt en satt þá varð kakan ekkert verri fyrir vikið, hún var nefnilega eiginlega hrikalega góð! Með betri kökum sem ég hef bakað hingað til og þá er nú alveg svolítið sagt :-)

Meira síðar.


Ummæli

Nafnlaus sagði…
Egg eru ofmetin ;) Líst annars vel á kökuna, þær eru alltaf bestar ef botnarnir eru þykkir og stórir og kremið má alls ekki vera of snyrtilega sett á.

Kv. Þuríður
Sallý sagði…
Þetta var sko snilldarkaka hjá þér. Mæli þokkalega með henni :)
Vestfirðingurinn sagði…
Já stelpur, þessi var rosalega góð :)
Unknown sagði…
mín lyfti sér ekkert, notaði reyndar rísmjólk í stað mjólkur því ég verð að sneiða fram hjá því líka. er það ástæðan eða hvað heldur þú?
Vestfirðingurinn sagði…
Góð spurning. Ég verð að viðurkenna að ég er alls ekki viss. Mjólkin gæti auðvitað haft áhrif, en ég er búin að vera að lesa mér aðeins til um það og ég sé ekki betur en að mjólk og hrísmjólk ætti að virka svipað. Ég las þó á einum stað að hrísgjrjónamjólkin bindi ekki jafn vel og mjólkin sem gæti haft áhrif. Svo er spurning hvort að lyftiduftið sem þú notaðir sé nógu nýtt? Það missir svolítið kraftinn eftir því semþað eldist og þá þarf bara að nota aðeins meira :)