Alfredo pasta með cajun krydduðum kjúklingabringum

Þar sem ég er að læra þá verð ég auðvitað að blogga (allt til að gera e-ð annað en að læra)  ... Ég bauð mömmu og pabba í mat fyrr í vikunni og eldaði fyrir þau mat sem reyndist barasta nokkuð góður (ég er alltaf jafn hissa þegar vel tekst til :)

Ég átti kjúklingabringur í ískápnum og langaði mikið að elda þær heilar í þetta skiptið.  Þá langaði mig í pasta en ekki í tómatsósu.  Þá mundi ég eftir alfredo sósunni og leitaði heimilda í uppskriftabókasafnið mitt og fann þar pastabók sem er raunar ein af elstu uppskriftabókunum mínum.  Þar fann ég auðvitað alfredo uppskrift og þar sem hún uppfyllti kröfur mínar þá ákvað ég að prófa hana.  Pastað þannig komið með sósu, en þá vandaðist málið með kjúklinginn.  Eftir smá umhugsun ákvað ég að velja einföldu lausnina: Að "berja" kjúklingabringurnar, krydda þær með cajun kryddblöndunni minni (nýja uppáhaldið mitt, langar að nota hana í allan mat) og steikja á pönnu.

Uppskriftin var eftirfarandi:
Alfredo sósa
50 gr smjör
200 ml matreiðslurjómi
50 gr Parmesan ostur, rifinn (notið ferskan ost, borgar sig í bragði og áferð!)
Salt og pipar
350 gr pasta (notaði tagliatelle)

Kjúklingabringur
Kjúklingabringur (notaði 3)
Buffhamar
Cajun kryddblanda

Barði kjúklingabringurnar ... á ekki eldhúshamar þannig
að ég notaði bara kartöflumúsargerðartólið mitt sem
virkaði stór fínt, mæli með því!

Kryddaði bringurnar svo í bak og fyrir (enda gott krydd)

Setti svo olíu á pönnu, leyfði að hitna vel og 
skellti svo bringunum og leyfði að brúnast vel 

Auðvitað brúnaðar á báðum hliðum :-)

Skellti þeim svo í eldfast fat, 
setti smá matarolíu í borninn og fatið svo inn í 
180°C heitan ofn með grilli uppi og blæstri

Á meðan bringurnar voru að jafna sig inn í ofninum 
bjó ég til alfredo sósuna og sauð pastað, 
sósan var undarlega einföld, byrjaði á að bræða smjörið

Hellti svo rjómanum saman við og hrærði ... 
leyfði suðunni að koma upp en ...

á meðan reif ég niður parmesanostinn

og hellti svo út á rjómasmjörblönduna og hrærði vel
en rólega með sleif, 

Leyfði hitanum að ná sér upp aftur til að sósan myndi 
þykkna aðeins

Kryddaði svo með salt og pipar, vel af grófum svörtum pipar

Hellti svo af pastanu og setti út í sósuna, blandaði vel

Voilá, bringurnar orðnar vel steiktar inn í ofninum,
voru samt svo akkúrat að það var algert sælgæti að
borða þær, hefði getað borðað þær eins og nammi :-)

Mæli svo sannarlega með þessum!!

Meira síðar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta var í matinn í kvöld! Takk fyrir frábærar matarhugmyndir og gott blogg :)
Kv. Elín S. frá Vínarborg
Vestfirðingurinn sagði…
Snilld, gaman að heyra :) Smakkaðist ekki vel??
Nafnlaus sagði…
Júhú algjört æði :) Meira að segja til afgangur fyrir kvöldið íkvöld sem við hlökkum til að borða...slleeefff...
E.
Vestfirðingurinn sagði…
Frábært :D