Ok, nú er ég farin að hafa verulegar áhyggjur: Þeim fjölgar alltaf og fjölgar uppskriftunum sem ég prófa og alltaf finnst mér það sem ég prófa jafn gott - ætli það hljóti ekki að koma að því að mér líki ekki einhver uppskriftin? :-)
Þessa dagana hef ég beint athygli minni sérstaklega að þeim uppskriftum sem ég held að séu hentugar til að taka með í hádegismat daginn eftir, og/eða þeim sem eru sérstaklega búnar til fyrir hádegismat. Ég setti mér nefnilega það takmark nú í janúar að minnka samlokuátið og taka frekar með mér nesti að heiman, enda er það svo margfalt betra heldur enn þessar blessuðu tilbúnu samlokur.
Það var því ekkert annað að gera en að einhenda sér í þetta og prófaði ég fyrstu "hádegismataruppskriftina" í gærkvöldi og var hún raunar alveg heilmikill kvöldmatur (og auðvitað virkilega góður). Ástæðan fyrir því að þessi varð fyrir valinu var einfaldlega að ég hef lengi verið forvitin um Cajun og Kreóla matargerð og þessi uppskrift virkaði einföld og þægileg sem fyrsta tilraun. Raunar grunar mig þó að ekki sé um raunverulega Cajun matargerð að ræða, heldur eingöngu kjúklingapasta með Cajun kryddi, en gott fyrsta skref samt sem áður og já, virkilega gott.
Áður en ég held áfram með kjúklingaréttinn þá verð ég að viðurkenna að það er smá twist með þessa uppskrift sem tengist því hversu langt ég er að ganga með elsku tilraunaeldhúsið mitt :-) Í uppskriftinni er nefnilega gert ráð fyrir kryddi sem heitir Cajun spice mix, sem er gott og blessað og hægt að kaupa út í búð. Ég hef hins vegar í þessari matreiðsluæði mínu m.a. verið að lesa mér til um heimatilbúnar kryddblöndur, en aldrei látið verða að því ... þangað til núna. Í þetta skiptið ákvað ég að sú kryddblanda sem væri út í búð væri örugglega ekki jafn góð og sú sem væri heimatilbúin og henti mér út í "djúpu laugina".
Því kemur hér fyrst uppskrift að Cajun kryddblöndu :-)
Innihaldsefnin eru eftirfarandi:
1/2 dl salt
2 msk cayenne pipar
2 msk paprika
1 1/2 msk laukduft
1 msk malaður svartur pipar
1 msk malaður hvítur pipar
1 msk hvítlauksduft
2 tsk basil (þurrkaður)
1 tsl chilliduft (ég notaði þurrkaðan heilan chilli og malaði niður)
1/4 tsk timian
1/4 tsk sinnepsduft
1/8 tsk negull
Kryddið notaði ég svo á kjúklinginn í gær og það kom mér virkilega skemmtilega á óvart. Ég mun tvímælalaust nota þetta aftur til að krydda t.d. kjúkling og eflaust e-ð fleira :-)
En að aðaluppskrift dagsins sem er Cajun kjúklingapastað!
Uppskriftin er eftirfarandi (fengin frá The Pioneer Woman: (ein af uppáhöldunum mínum):
3 kjúklingabringur, skornar í bita
3 tsk cajun kryddblanda
450-500 gr pasta, t.d. Tagliatelle eða Fettucine
2 msk ólívuolía
2 msk smjör
1 græn paprika, skorin í strimla
1 rauð paprika, skorin í strimla
1/2 stór rauðlaukur, skorin í strimla
3 hvítlauksgeirar, hakkaður
4 tómatar, skornir í bita
4 dl kjúklingasoð
1 dl hvítvín
2 dl rjómi
Cayanne pipar
Svartur pipar
Salt
Steinselja
Þessa dagana hef ég beint athygli minni sérstaklega að þeim uppskriftum sem ég held að séu hentugar til að taka með í hádegismat daginn eftir, og/eða þeim sem eru sérstaklega búnar til fyrir hádegismat. Ég setti mér nefnilega það takmark nú í janúar að minnka samlokuátið og taka frekar með mér nesti að heiman, enda er það svo margfalt betra heldur enn þessar blessuðu tilbúnu samlokur.
Það var því ekkert annað að gera en að einhenda sér í þetta og prófaði ég fyrstu "hádegismataruppskriftina" í gærkvöldi og var hún raunar alveg heilmikill kvöldmatur (og auðvitað virkilega góður). Ástæðan fyrir því að þessi varð fyrir valinu var einfaldlega að ég hef lengi verið forvitin um Cajun og Kreóla matargerð og þessi uppskrift virkaði einföld og þægileg sem fyrsta tilraun. Raunar grunar mig þó að ekki sé um raunverulega Cajun matargerð að ræða, heldur eingöngu kjúklingapasta með Cajun kryddi, en gott fyrsta skref samt sem áður og já, virkilega gott.
Áður en ég held áfram með kjúklingaréttinn þá verð ég að viðurkenna að það er smá twist með þessa uppskrift sem tengist því hversu langt ég er að ganga með elsku tilraunaeldhúsið mitt :-) Í uppskriftinni er nefnilega gert ráð fyrir kryddi sem heitir Cajun spice mix, sem er gott og blessað og hægt að kaupa út í búð. Ég hef hins vegar í þessari matreiðsluæði mínu m.a. verið að lesa mér til um heimatilbúnar kryddblöndur, en aldrei látið verða að því ... þangað til núna. Í þetta skiptið ákvað ég að sú kryddblanda sem væri út í búð væri örugglega ekki jafn góð og sú sem væri heimatilbúin og henti mér út í "djúpu laugina".
Því kemur hér fyrst uppskrift að Cajun kryddblöndu :-)
Innihaldsefnin eru eftirfarandi:
1/2 dl salt
2 msk cayenne pipar
2 msk paprika
1 1/2 msk laukduft
1 msk malaður svartur pipar
1 msk malaður hvítur pipar
1 msk hvítlauksduft
2 tsk basil (þurrkaður)
1 tsl chilliduft (ég notaði þurrkaðan heilan chilli og malaði niður)
1/4 tsk timian
1/4 tsk sinnepsduft
1/8 tsk negull
Allt kryddið sett saman í skál ... Blanda svo vel saman
Hér er svo afurðin, setti hana bara í gamalt kryddílát
sem ég átti hérna heima :-)
Í bakgrunni má svo sjá öll kryddin sem voru notuð
Kryddið notaði ég svo á kjúklinginn í gær og það kom mér virkilega skemmtilega á óvart. Ég mun tvímælalaust nota þetta aftur til að krydda t.d. kjúkling og eflaust e-ð fleira :-)
En að aðaluppskrift dagsins sem er Cajun kjúklingapastað!
Uppskriftin er eftirfarandi (fengin frá The Pioneer Woman: (ein af uppáhöldunum mínum):
3 kjúklingabringur, skornar í bita
3 tsk cajun kryddblanda
450-500 gr pasta, t.d. Tagliatelle eða Fettucine
2 msk ólívuolía
2 msk smjör
1 græn paprika, skorin í strimla
1 rauð paprika, skorin í strimla
1/2 stór rauðlaukur, skorin í strimla
3 hvítlauksgeirar, hakkaður
4 tómatar, skornir í bita
4 dl kjúklingasoð
1 dl hvítvín
2 dl rjómi
Cayanne pipar
Svartur pipar
Salt
Steinselja
Kjúklingurinn skorinn í litla bita ...
Kryddaður vel og vandlega með nýja fína kryddinu :-)
Steiktur í smá smjöri og smá ólívuolíu
Þegar kjúklingurinn er steiktur er hann settur á disk
og látinn bíða ...
Þá setti ég meira smjör og olíu á pönnuna til að steikja
grænmetið. Þar sem sumir sem voru í mat í gær sem
var matvandur þá var paprikan steikt sér ásamt
helmingnum af hvítlauknum og smá cajun kryddi,
en auðvitað á að steikja allt grænmetið saman :-)
Girnilegt ekki satt? :-)
Svo steikti ég laukinn, ásamt restinni af hvítlauknum
og smá cajun kryddblöndu. Grænmetið er steikt á
heitri pönnu og bara í stuttan tíma
Geymt á disk
Þá setti ég á pönnuna hvítvín og kjúklingasoð og lét
suðuna koma upp ...
Uppgötvaði þá að ég hafði gleymt að steikja tómatana
með lauknum ...
En þá er bara að redda sér og tók fram aðra pönnu
og skellti tómötunum og lauknaum á pönnuna ásamt
aðeins meira cajun kryddi :-)
Þrír pottar í gangi í einu, pastað var auðvitað sett
upp strax í byrjun!
Þá var að snúa sér að sósunni aftur, en soðblandan á
að sjóða þar til það hefur rýrnað um ca. helming
Þá er að bæta rjómanum út í ...
Grænmetinu og kjúklingnum blandað saman við
(paprikan á auðvitað að vera þarna líka ...)
Blanda vel með góðum slatta af svörtum pipar og
blanda svo pastanu saman við í pönnunni :-)
Setti svo bara paprikuna ofan á og svo var bara að
setjast niður og njóta!
Mæli tvímælalaust með þessum. Þetta er tiltölulega stór uppskrift, fyrir ca. 6 manns, þannig að það var alveg smá afgangur þannig að ég tók svo restina með mér í vinnuna og get vitnað um að þetta smakkast ekkert verr daginn eftir :-)
Meira síðar.
Ummæli
Þessa mun ég pottþétt prófa :)
KV
Halldóra Harðar