Eplahorn

Það er fátt sem ég elska meira en að slá margar flugur í einu höggi. Eins og ég nefndi í síðasta bloggi þá skellti ég í skinkuhorn um daginn. Það er hins vegar svo að það verður alltaf að vera eitthvað smá sætt með :-)  Það er því tilvalið að nota hluta af deiginu fyrir skinkuhornin til að búa til eitthvað gott, eins og til dæmis ljúfa og góða eplabita.



Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 uppskrift Skinkuhornadeig - eða hluti af henni
~ 100 gr smjör (brætt)
~ 1 dl sykur
~ 2 tsk kanill
Hakkaðar pekanhnetur (ef vill)
1 gult/grænt epli

Svo er í rauninni bara að gera eins og 
með skinkuhorn. Taka bút af deiginu
og fletja út í hring. Nota svo bursta 
til að bera á smjörið.

Blanda svo saman sykrinum og kanilnum (búa til
kanilsykur) og dreifa svo yfir (magn eftir smekk). 

Svo var bara að skera eplið í hæfilega bita 
(langa og mjóa). Skera deigið í geira.
 Dreifa pekanhnetum yfir.

 Koma eplabita fyrir 
við breiðari enda hvers geira ...

... og svo líkt og með skinkuhornin - rúlla deiginu
upp, utan um eplabitann.

Svo var bara að raða eplahornunum á ofnplötu.

Notaði svo restina af smjörinu til að smyrja hvert 
horn og dreifði svo kanilsykri yfir hvert þeirra líka.

Skellti þeim svo inn í 190°C heitan ofn í um korter
eða þar til þau voru orðin gullinbrún. 

Það er alveg óhætt að segja að þessi hafi slegið í gegn - a.m.k. kláraðist úr pokanum :-) Ótrúlega einföld og bragðgóð. Epli á dag kemur skapin í lag! Vona að þið njótið :-)

Meira síðar.

Ummæli