Bakaðar ítalskar kjötbollur


Ég átti von á tveimur litlum gröllurum í kvöldmat um daginn og langaði að hafa eitthvað í matinn sem væri skemmtilegt og tiltölulega þægilegt fyrir þá að borða. Helst vildi ég auðvitað líka hafa eitthvað sem líklegt væri að þeir myndu borða.

Eftir smá umhugsun ákvað ég að skella í einfaldar og fljótlegar ítalskar kjötbollur. Þær eru bakaðar í ofni í stað pönnunnar sem er enn betra þar sem þá er steikingarlyktin sömuleiðis í lágmarki og auðveldara að þrífa á eftir sem skemmir ekki fyrir. Þá er þeim haldið saman með tómatpúrru í stað mjólkur eða eggja sem hentar óskaplega vel fyrir óþolsgemlinginn mig. Í raun væri hægt að hafa þær alveg mjólkurafurðarlausar, en það er gert ráð fyrir parmesanost í uppskriftinni sem gefur auðvitað gott bragð og hef ég heldið mig við að hafa hann með.

Uppskriftin er eftirfarandi ...
~ 500 gr nautahakk
1/2 rifinn parmesanostur
1 dl brauðrasp
1/2-1 dl fersk steinselja
1-1 1/2 dl tómatpúrra
1 tsk sinnepsduft
1-2 tsk ítölsk kryddblanda
1/2 tsk gróft salt
2 hvítlauksgeirar

Tók fram stóra skál og setti þar öll innihaldsefnin.

Blandaði svo öllu vel saman með stórri sleif. 

Svo var bara að móta litlar kúlur með
höndunum. Ég reyndi að hafa þær sirka
einn til tvo munnbita að stærð og náði 
sirka 40 kúlum úr uppskriftinni. Raðaði 
þeim upp á ofnplötu og setti inn í 210°C 
heitan ofn í um 15-20 mínútur.

Út komu þessar líka fínu kjötbollur :-)  

Á meðan kjötbollurnar voru í ofninum bjó ég til 
einfalda tómatsósu til að hafa með. Í þetta skiptið
notaði ég 2 dósir af niðursoðnum tómötum, 
bætti við smá vatni og setti grænmetistening út í
ásamt smá hvítlauk og lauk (steikti hann áður en
ég setti tómatana út á pönnuna), smá ítalska 
kryddblöndu og volá, þessi líka fínasti kvöldmatur
að verða til. 

Þegar kjötbollurnar voru tilbúnar skellti ég þeim 
út í sósuna og leyfði að malla í smá stund, eða í
um fimm mínútur við lágan hita - rétt á meðan
spagettíið var að klárast.

Þetta bar ég svo fram með kirsuberjatómötum og paprikustrimlum, og auðvitað hvítlauksbrauði. Þetta sló algerlega í gegn - bæði hjá mömmunum og börnunum :-) 

Meira síðar.

Ummæli

waagetafuri sagði…
The best 788 casinos in Colorado, USA - Mapyro
Check Out: 의왕 출장마사지 12/12/2021Casino 동해 출장안마 Name: The Best 788CasinoPhone 삼척 출장샵 Number: (800) 양주 출장마사지 303-7117City: 788 대구광역 출장샵 CasinosPhone Number: (800) 303-7117