Pekanhnetukúlur

Þá er það þriðja "holla" uppskriftin. Þessi er næstum jafn einföld og þessi fyrsta en hún er reyndar líklega ekki alveg jafn holl því þessi inniheldur hlynsýróp - en hey, þurfum við ekki öll smá sætu í lífið annað slagið? :-)

Innihald
150 gr pekanhnetur
2 msk dökkt kakóduft
1/8 tsk sjávarsalt
3 msk hlynsýróp
Slatti af hökkuðum pekanhnetum til að velta kúlunum upp úr

Byrja á hakka hneturnar í spað ...

Bæta svo inn í restinni af innihaldsefnunum
og blanda vel saman. 

Svo var bara að móta kúlur og rúlla upp úr hökkuðu
hnetunum ... 

Þannig að úr urðu þessar líka 
ágætu súkkulaðikúlur :-)
Njótið!

Meira síðar.


Ummæli