Hnetusmjörskúlur

Þá eru það síðustu kúlurnar sem ég gerði um daginn - hnetusmjörskúlur. Ég persónulega er mikilll hnetusmjörsaðdáandi þannig að mér fannst þessar virkilega góðar og mæli alveg með þeim :) Það var ekki mikið mál að búa þær til og alveg þess virði! Svo skemmir ekki fyrir að þær eru líka ágætlega hollar!

Innihaldið 
4 dl haframjöl
4 dl kókosmjöl
2 dl hörfræ
1/2 tsk salt
2 1/2 dl hnetusmjör
1 dl hunang
1 tsk vanilludropar
1/4 dl kókosolía
50-100 gr súkkulaðibitar (notaði 70% súkkulaði)


Tók til stóra skál og skellti þar í 
þurrefnunum, þ.e. haframjölinu,
kókosmjölinu og saltinu. 

Tók svo til lítinn pott og setti þar saman
hnetusmjörið, hunangið og vanilludropunum.
Hitaði við meðalhita og hrærði í þangað til
að þetta var orðið vel blandað saman.

Hellti hnetusmjörshunangsblöndunni
saman við þurrefnin og blandaði 
vel saman. Setti svo skálina aðeins út 
fyrir dyrnar til að kæla blönduna ...
svona til að súkkulaðið myndi ekki
bara bráðna þegar ég blandaði því
saman við.

Tók svo 70% súkkulaðibita og saxaði
niður í smærri bita.

Blandaði súkkulaðinu saman við 
og blandaði öllu aftur vel saman. 

Svo var bara að móta kúlur. Mér fannst
blandan aðeins of þurr og bræddi því
kókosolíu og blandaði saman við
til að auðvelda kúlugerðina. Við það
lagaðist það mikið en það þurfti alveg
þrýsta þeim vel saman til að þær héldust.
Ef þið viljið hafa þær blautari er lítið mál
að bæta aðeins meiri kókosolíu samanvið.

Brögðuðust stór vel og óhætt að mæla með. 

Meira síðar.

Ummæli