Hollar "karamellu"kúlur


Jæja, þetta gengur ekki lengur. Hef ekki bloggað alltof lengi en eftir að hafa fengið hvatningu frá vinnufélögum mínum var augljóst að þetta gengi ekki lengur :-) Ég var beðin um að koma með hollt "nammi" í vinnuna á föstudaginn sem mér fannst skemmtilegt tækifæri til að koma mér af stað aftur.  Ég mætti með fjórar ólíkar tegundir, þrjár þeirra mismunandi tegundir kúla og ein smákökutegund. Allar áttu þær sameiginlegt að innihalda ekkert hvítt hveiti og aðeins ein þeirra var með viðbættan sykur (hlynsýróp). Það sem meira er að engin þeirra innihélt eitthvað stórkostlega skrýtið eða þyrfti neitt að segja í bleyti eða svoleiðis vesen.

Ég mun setja þær allar hér inn á bloggið á næstu dögum og ákvað að byrja á þeirri sem sló líklega mest í gegn, en hún var líka einföldust með aðeins 4 innihaldefni ... getur varla orðið þægilegra :-)

Innihald:
200 gr þurrkaðar döðlur
160 gr kasjúhnetur
2 tsk vanilludropar
Klípa af sjávarsalt


Öll Innihaldsefnin sett saman í 
matvinnsluvél. 

Svo var bara að leyfa matvinnsluvélinni
að vinna á döðlunum og hnetunum. 
Ég byrjaði á að nota púlsstillinguna 
og leyfði henni svo að ganga í smá tíma
eða þar til bæði döðlurnar og hneturnar
voru vel hakkaðar og allt vel blandað saman.

Svo var bara að nota hendurnar til að 
búa til og móta kúlur. Ég reyndi að hafa 
þær ekkert of stórar, bara passlega munnbita. 

Þessar voru eiginlega fáránlega góðar. Döðlurnar eru sætar og mjúkar og kasjúhneturnar mynduðu skemmtilega andstæðu. Ótrúlegt en satt þá smökkuðust þær næstum eins og litlir karamellubitar. Mæli óhikað með þessum!

Meira síðar.

Ummæli