Sykurlausar graskerssmákökur

Jæja, þá er það hollustuuppskrift tvö. Þessi er ekki jafn einföld við fyrstu sýn og sú sem ég deildi með ykkur í gær en hún er í raun ótrúlega einföld þannig að ekki láta innihaldslistann hræða ykkur frá því að prófa! Þær eru alveg þess virði - ég lofa! Uppskriftin er sykurlaus og glútenlaus að því marki að það er ekkert hveiti, bara haframjöl en kökurnar eru samt sem áður lungamjúkar og bragðgóðar.

Innihaldsefni
1/2 dl kókosolía
1/2 dl hunang
2 dl haframjöl
1 1/2 dl þurrkuð trönuber
1 1/2 dl graskersfræ
1/2 dl hörfræ
1/2 tsk kanill
1/8 tsk múskat
1/8 tsk engifer
Klípa af negul
1/2 tsk salt
1 dl graskersmauk (hægt að kaupa í dós í t.d. í Hagkaup eða steikja smjörhnetu í ofni við 220°C í um 15-20 mínútur og mauka)
2 egg

Byrjaði á að bræða saman hungangið og
kókosolíuna. Setti svo til hliðar ...

... á meðan ég blandaði öllum þurrefnunum saman í 
stórri skál.


Bætti svo eggjunum og graskersmaukinu
út í ásamt kókoshunangsblöndunni.

Notaði svo sleif til að blanda þessu
öllu vel saman. 

Notaði svo skeið til að móta kökur og koma fyrir á 
ofnplötu. Athugið að kökurnar halda sér eins og þið
setjið þær á plötuna, eru ekkert að dreifa úr sér. 
Setti kökurnar inn í ofn við 165°C í 15-20 mínútur.
 
Svona litu þær svo út eftir að þær
voru teknar út úr ofninum :-) 

Aftur -  ekki láta innihaldsefnalistann hræða ykkur frá því að prófa! 

Meira síðar.

Ummæli

rassaskvetta sagði…
Það er glúten í haframjöli, þannig að það er ekki hægt að segja að þær séu glútenlausar, það er hægt að segja að þær séu hveitilausar.
Vestfirðingurinn sagði…
Hæhó, takk kærlega fyrir ábendinguna! Ég breytti einmitt fyrirsögninni og textanum eftir að hafa ábendingu um þetta í morgun. Ég googlaði þetta samt áður en ég skrifaði þetta í gær og samkvæmt upplýsingum frá Háskólanum í Chicago inniheldur haframjöl ekki glúten: http://www.cureceliacdisease.org/archives/faq/do-oats-contain-gluten - Oats are not related to gluten-containing grains such as wheat, barley and rye. They don't contain gluten, but rather proteins called avenins that are non-toxic and tolerated by most celiacs (perhaps less than 1% of celiac patients show a reaction to a large amount of oats in their diets).