Skonsur fyrir dögurðinn

Það var eitthvað svo yndislegt að vakna síðasta sunnudagsmorgun að ég ákvað að skella í almennilegan dögurð fyrir mig og litla frænda minn sem er í heimsókn. Mig hafði langað lengi að prófa að gera enskar skonsur (scones) og ákvað að nýta tækifærið. Þetta var nú reyndar jafnvel einfaldara en ég hafði átt von á og tók ekki langan tíma í framkvæmd. Þær voru ekki nema 15 mínútur í ofninum og þurftu ekki að hefast í lengri tíma þar sem í stað gers er notað lyftiduft. Gott er þó að gera ráð fyrir smá hvíldartíma í 15-30 mínútur.

Uppskriftin er eftirfarandi ... ~9 skonsur 
5 dl hveiti
2 msk lyftiduft
1 msk sykur
1/2 tsk salt
70 gr smjör (kalt)
2,5 dl mjólk

Byrjaði á að taka fram stóra skál og 
sigtaði þurrefnin í hana. 

Tók svo fram matvinnsluvélina og 
skellti þurrefnunum í hana ásamt smjörin.

"Hakkaði" svo saman þurrefnin og smjörið þangað 
til að smjörið var varla lengur greinilegur hluti 
af blöndunni. 

Svo var bara að blanda mjólkinni út í smátt og smátt
og þar sem þetta deig er ekkert svakalega hrifið af því
að láta hnoðast eitthvað mikið með sig er best að 
nota bara gaffal til að blanda öllu saman,
og svo fingurna að lokum. 

Endaði með þessa fínu kúlu. 

Svo var bara að setja slatta af hveiti á borðið og
nota hendurnar til að fletja deigið út - þegar það
var orðið sirka 1,5 cm á þykkt ...

braut ég deigið saman og flatti meira út ...

og svo aftur - 

Á þessum tímapunkti er gott að leyfa deiginu aðeins
að hvíla sig, í korter-hálftíma, allt eftir hvað liggur á
en biðin skilar sér í mýkri skonsum. Ég nýtti tímann 
í að gera allt hitt tilbúið :) 

Þegar deigið hefur hvílst var svo bara
að fletja það út í síðasta skipti. Ágætt
að miða við að það sé um það bil 
1,5-2 cm á þykkt.

Svo var bara að taka fram glas og 
þrýsta niður á deigið til að skera út 
skonsur. Það er ágætt að gæta að því
að snúa glasinu ekki um leið og skorið
er því að það getur haft áhrif á lyftinguna.

Úr urðu þessar líka fínu skonsur.

Skellti þeim svo inn í ofn við 215°C
 
15 mínútum seinna komu þessar líka fínu skonsur
út úr ofninum. 

Svo var bara að njóta :-)

Eftir þessa reynslu er alveg óhætt að mæla með þessum. Fljótlegt og þægilegt og ekki skemmir fyrir að þær voru bragðgóðar líka. Næst verður svo bara að fara alla leið og gera eggs benetict og hollandaise sósu með ;-)

Meira síðar.

Ummæli