Marinerað nauta rib-eye með villisveppasósu steiktu rótargrænmeti

Það er mikil gleði á heimilinu í dag. Ég er búin að finna mojo-ið mitt aftur í eldhúsinu. Gleðin yfir þessu er ekki lítil og lífið er bara býsna gott :-)

Eins og áður hefur komið fram þá er ég nýlega flott og það má segja að ég hafi vígt nýja eldhúsið um helgina þegar ég skellti í nautasteik með sveppasósu og rótargrænmeti. Ég hef oft matrætt lambalæri með hvítlauk en aldrei dottið í hug að nota hann með nautasteik fyrr en núna. Raunar má segja að góð nautasteik þurfi ekkert annað en smá salt og pipar. Það er samt sem áður gaman að breyta aðeins til og ég held það sé óhætt að setja að þetta hafi komið vel út og óhætt að mæla með.


Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 2-3 
500 gr nauta rib-eye biti
2-3 msk gróft sjávarsalt
Pipar
Ólífuolía
1 tsk rósmarín
1 hvítlaukur

Sósan
100 gr villisveppir
1/2 laukur
Smjör
3-4 dl rjómi
1/2 piparostur
1 tsk balsamikedik
Grænmetisteningur
1/8 tsk timijan
Salt og pipar

Rótargrænmeti
1/2 sæt kartafla
1 lítil rófa
1 msk sýróp
1/2 tsk rósmarín
Salt og pipar

Ég byrjaði á að hreinsa mestu yfirborðsfituna af kjötinu

Notaði svo hníf til að gera raufar í kjötið og stakk
hvítlauksbitunum í raufarnar. Nuddaði svo kjötið 
með ólífuolíu í bak og fyrir.


Þá var bara að skella saltinu, pipar
og rósmarín utan á kjötið og nudda
það aðeins betur. 

Skellti kjötinu svo í poka og leyfði að liggja á borðinu
í um tvo tíma. 
 
Næsta skref var að hita grillpönnu á 
eldavélinni. Pannan er með
málmhandföngum og má því fara svo
beint inn í ofn.  

Ég byrjaði á að brúna kjötið á pönnunni.

Stakk svo hitamæli í kjötið og setti inn
í ofn við um 110°C og hafði bitann 
inn í ofni þar til hitamælirinn sýndi
um 60°C.

Á meðan kjötið kláraðist að elda inn í ofn
tók ég fram pott og bræddi smjörið.
Skellti svo lauknum og sveppunum 
í potinn og steikti.  

Þegar laukurinn og sveppirnir voru 
orðin mjúk og góð hellti ég rjómanum
og leyfði suðunni að koma upp. Bætti
teningnum saman við.

Þegar kjötið var búið að ná 60°C tók ég
pönnuna út úr ofninum ... 

og vafði kjötið með álpappír til að
leyfa því að jafna sig. 

Bætti svo piparostinum út í sósuna og
edikinu og timijaninu.  

Blandaði öllu vel saman og leyfði
sósunni að malla þar til maturinn var 
tilbúinn.

Skar grænmetið í bita og steikti upp úr
ólífuolíu á pönnu. Bætti svo út á smá 
sýrópi og rósmarín, auk smá salt og pipars.
Steikti þar til bitarnir voru orðnir mjúkir. 

Svo var bara að bera kjötið fram.

Skera í bita og njóta. 

 Eins og áður sagði. Mæli með þessu! Kjötið hreinlega bráðnaði upp í manni og var virkilega bragðgott. Notaði svo afganginn af kjötinu í pasta sem ég deili með ykkur síðar!

Mikið er gott að vera komin aftur :)

Meira síðar.

Ummæli