Góðir afgangar - Rjómalagað villisveppapasta með nautakjötsbitum

Ég var svo heppin að það var smá afgangur af nautakjötinu góða um daginn. Það var því augljóslega engin ástæða til annarrs en að nýta það einhvernveginn. Ég hafði farið í sveppamó daginn áður og týnt lerki- og furusveppi og því datt mér í hug að nýta hvoru tveggja og skella í smá pastarétt.

Þetta var yndislega þægilegur réttur og þurfti ekki nema rétt um tuttugu mínútur til að gera hann tilbúinn.

Uppskriftin endaði svona ... fyrir 2-3
1-2 msk smjör
50-70 gr villisveppir
1/2 laukur
1 dl Örnurjómi
1 dl vatn
1/2 teningur af grænmetis- eða nautakraft
1/8 tsk timijan
Salt og pipar
1 tsk ljós sósujafnari (ekki nauðsynlegt)
1-2 msk grísk jógúrt (ekki nauðsynlegt)
Tagliatelle pasta (soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum)

Byrjaði á að taka fram pott með vatni 
og koma pastanu í gang. Skar svo sveppina
í bita og saxaði laukinn. 
Tók svo fram pönnu og 
byrjaði á að bræða smjörið.

Steikti sveppina og laukinn á pönnunni.

Bætti svo rjómanum og vatni út á
þegar sveppirnir og laukurinn voru 
farin að mýkjast. Bætti sömuleiðis
teningnum út í og smá salti og pipar 
og timijan. Leyfði suðunni að koma
upp og leyfði þessu að sjóða svolítið.
Bætti svo smá sósujafnara út í til að 
þykkja sósuna aðeins, en þetta er samt
ekkert verra svona sem hálfgerð soðsósa.

Skar afganginn af nautakjötinu í 
litla bita og bætti svo út í og leyfði
að sjóða aðeins (samt ekki of mikið svo 
kjötið yrði ekki seigt). Við það varð 
aðeins of mikið saltbragð af sósunni. 
Þá var lítið annað að gera en að redda
sér. Ég átti ekki mjólk eða rjóma 
en mundi þá eftir grískri jógúrt sem
ég átti inn í ískáp. Tók smá af henni
og bætti saman við sósuna og ...


Voilá, virkilega góð pastasósa tilbúin.

Á sama tíma var pastað tilbúið og lítið 
annað að gera en að hella af því vatninu ...

og blanda svo saman við sósuna á pönnunni.

Að lokum, eins og alltaf, var svo bara 
að njóta.

Bragðgott, einfalt og fljótlegt - hvað annað getur maður beðið um?

Glöð annars að vera byrjuð aftur og næsta blogg kemur vonandi á sunnudaginn - ætla að prófa ostakökur sem ég hlakka til að deila með ykkur!

Meira síðar.

Ummæli