Tvennskonar crostini

Ég skellti í nokkrar uppskriftir fyrir Vikuna um daginn sem var virkilega gaman að fá að taka þátt í. Meðal uppskrifta sem ég skellti í þá voru þessar forrétta crostini sem ég ætla að deila með ykkur í dag, önnur með rækjum og tómötum og hinar með eggaldin, furuhnetum og basilíku. Þessar komu virkilega sterkar inn, bragðgóðar en samt léttar - hinn fullkomni forréttur.

Uppskriftirnar voru eftirfarandi ... 
Rækju- og tómacrostini
1 snittubrauð
Ólífuolía
250-300 gr rækjur
1 skallottlaukur
1 hvítlauksgeiri
3 tómatar
1/4 dl hvítvín
1/4 dl kjúklingasoð
1 tsk herbs de provance
1 dl klettasalat
1/2 dl mascarpone

Eggaldin-crostini með furuhnetum og basilíku
1 eggaldin
1 poki furuhnetur
1-2 hvítlauksgeirar
Gróft salt
Ferskur sítrónusafi
Svartur pipar
1 msk fersk mynta
2 msk fersk steinselja
2 msk fersk basilíka
1 snittubrauð
Ólífuolía
Parmesanostur


Byrjaði á að sneiða snittubrauðið og
raðaði sneiðunum á ofnplötu. Burstaði
sneiðarnar með smávegis af ólífuolíu.
Skellti inn í ofn við u.þ.b. 200°C í 10 mín.
Tók svo plötuna út og setti til hliðar.
Þá var að saxa hvítlauk og skalottlaukinn.

Hitaði ólífuolíu á pönnu og steikti
laukana þar til þeir voru farnir að mýkjast.
Kryddaði rækjuna með salti og pipar
og bætti svo út á pönnuna með lauknum.
Steikti í u.þ.b. 3-4 mínútur eða þar til
rækjan var orðin heit í gegn. 

Tæmdi pönnuna í skál og setti til hliðar.
Skar tómatana í bita og setti á sömu pönnu
og rækjan hafði verið á. Kryddaði þá með
salt og pipar. Bætti svo víninu út á og 
leyfði suðunni að koma upp. Bætti þá
kjúklingasoðinu saman við og leyfði að
sjóða þar til mest af vökvanum hafði
gufað upp.  

Fjarlægði svo pönnuna af hitanum og
bætti herbs de provance, klettasalatinu ... 

og mascarpone ostinum út í ...

og að lokum rækjunni og blandaði 
öllu vel saman og þá var þetta
tilbúið til að setja á snittubrauðið.

Þá er að gera eggaldinið til. Skar það í sneiðar og
hreinsaði húðina af. Burstaði sneiðarnar með smá
ólífuolíu og setti inn í ofn í u.þ.b. 200°C í um 5 mín
hvora hliða. 

Ristaði furuhneturnar á pönnu í stutta stund.
Skellti þeim svo í matvinnsluvél, ásamt
hvítlauknum og 1/2 tsk salt og hakkaði vel.

Bætti eggaldin sneiðunum út í og hakkaði
saman við furuhnetublönduna. Bætti 
sítrónusafa og pipar við eftir smekk.

Tók svo eggaldinblönduna og setti í skál.

Bætti myntunni, steinseljunni og basilíkunni
út í skálina.

Blandaði öllu vel saman og smakkaði
til með sítrónusafa, salt og pipar.

Svo var bara að skella þessu á snittubrauðið og reyna
að skreyta smá. Gott að setja smá parmesan á eggaldinið.

Þetta smakkaðist ferlega vel og alveg óhætt að mæla með þessu fyrir hvaða veislu sem er!

Meira síðar.

Ummæli