Fljótlegar og þægilegar vefjur með hummus og rúkóla

Eins og áður hefur komið fram þá skellti ég í bókaklúbb um daginn. Ég var heldur tímabundin í þetta skiptið og hafði ekki nema rétt rúman klukkutíma til að gera allt sem gera þurfti. Ég hafði því valið fljótlega og þægilega rétti til að bera fram.

Einn þeirra sem ég greip til er löngu orðin klássísk, en það er að smyrja tortillakökur með rjómaosti, hráskinku og rúkóla. Ég hins vegar átti ekki rjómaost og langaði raunar ekki í hann þannig að það var lítið annað að gera en að breyta aðeins til.

Ég passa mig á að eiga alltaf kjúklingabaunir í skápnum þannig að það var lítið mál að skella bara í hummus til að nota í stað rjómaostsins. Notaði svo rioja skinku og auðvitað rúkóla og rúllaði þeim upp.

Smurði hummusnum á tortilla kökuna,
lagði rioja skinkuna á helminginn og
svo rúkóla þar ofan á.

Rúllaði þeim svo upp og skar hverja
rúllu í bita og lagði á bakka.

Þetta heppnaðist vægast samt vel, virkilega bragðgott og hummusinn minn fór virkilega vel með riojaskinkunni og rúkólanu. Óhætt að mæla með þessum einfalda og fljótlega rétt fyrir hvort sem er saumaklúbba, bókaklúbba eða jafnvel í veislur.

Meira síðar.

Ummæli