Elskarðu marsipan? Bakaðu Battenberg köku

Það kemur einstaka sinnum fyrir að mig langar að spreyta mig á einhverju aðeins flóknara en venjulega, einhverju þar sem ég þarf að taka smá tíma í að föndra við og leika mér með. Ég fékk skemmtilegt tækifæri til þess í haust þegar ég var svo heppin að fá sendan kassa af ýmsum vörum frá Odense til að prófa. Ég mæli með að þið tékkið á heimasíðunni þeirra btw - fuuuuuullt af girnilegum uppskriftum.

En þessi sem ég ákvað að skella kom nú ekki þaðan heldur er þetta ein af þessum klassísku uppskriftum; Battenberg kaka. Það var nú gaman að gera þessa, þó það væri örlítið tímafrekt en þetta hafðist nú allt að lokum. Ekki skemmdi svo fyrir að hún smakkaðist virkilega vel, ekta kaka fyrir þá sem elska marsipan!

Uppskriftin var eftirfarandi ... 
1/4 bolli marsipan (ég notaði hreint marsipan frá Odense)
3 eggjarauður
1/2 tsk vanilludropar
1/4 bolli hrásykur
1/2 msk sítrónubörkur
3 eggjahvítur
Klípa af cream of tartar
1/3 bolli hveiti

Rauður matarlitur
Núggatkrem, t.d. frá Odense
Hvítt útflatt marsipan t.d. frá Odense

Tók fram hrærivélina og bitaði 
marsipanið ofan í skálina. Leyfði vélinni
að hnoða marsipanið aðeins ...

Bætti svo við eggjarauðunum ...

og sykrinum ...

og leyfði vélinni að blanda öllu vel 
og vandlega saman, eða þar til deigið var orðið ljóst,
athugið að þetta getur tekið töluverðan tíma, 
allt að 10-15 mínútur. 

Þá var bara að taka fram eggjahvíturnar, þrjár talsins.

Skellti í hrærivélarskálina og þeytti ásamt 
smá klípu af cream of tartar ... 

bætti svo sykrinum varlega saman við og þeytti
örlítið meira eða þar til þetta var orðið meðalstíft.

Þá var bara að blanda saman eggjahvítunum og
marsipandeginu. Það er langbest að gera það smátt
og smátt, þ.e. taka fyrst 1/4 af hvítunum og blanda 
saman við og svo bæta alltaf 1/4 saman við þangað
til eggjahvíturnar hafa blandast vel við deigið.

Þá var að lokum að sigta hveitið ofan í skálina
og blanda varlega saman við deigið. 

Þegar deigið var tilbúið þá tók ég helminginn af því
og setti í aðra skál ...

Setti þar örfáa dropa af matarlit saman við
þannig að það varð fallega bleikt á lit. 

Þá var að baka þetta. Ég stillti ofninn á 190°C og
tók fram hefðbundið brauðform. Það þurfti hinsvegar
smá handavinnu til að geta bakað báða litina í einu.
Tók bökunarpappír og braut saman í tvennt, braut svo
aftur sitthvorumegin við þannig að miðjan stæði uppúr
og setti ofan í formið og braut aftur sitthvorumegin 
við miðju þannig að endarnir af bökunarpappírnum 
stæðu upp úr forminu sitthvoru megin. 

Skellti þessu inn í ofn í um 25 mínútur, mæli samt
með að fylgjast vel með, sérstaklega síðustu mínúturnar.

Svo var bara að snyrta þetta aðeins til...

og raða saman og snyrta aðeins meira :)

Tók svo fram núgatkremið og smurði
á kökurnar, á milli og ofan á - merkilega 
þægilegt að hafa svona tilbúið krem :)
Hefðbundnara er þó líklega að nota sultu,
ég er bara enginn sultuaðdáandi og var
þetta því frábær lausn.

Tók svo marsipanið útrúllaða og pakkaði kökunni
inn í það og snyrti svo endana með hníf.


Voilá, fínasta Battenberg kaka með 
lágmarks tilstandi.

Þetta er virkilega góð kaka til að bera fram með kaffinu og kom hún vel út í afmæli systur minnar. Lætur lítið yfir sér en er bragðgóð og létt. Það er alveg óhætt að mæla með þessari, sérstaklega fyrir alla marsipanelskendur.

Vona að þið njótið!

Meira síðar.

Ummæli