Síðustu vikur hef ég verið að lesa bókaflokk þar sem mikið er borðað af Nutella smákökur og því varð ég auðvitað að skella í slíkar kökur fyrir saumaklúbbinn í síðustu viku.
Uppskriftin var einföld og þægileg ...
2 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 1/2 dl bökunarkakó
113 gr smjör, mýkt
1 dl sykur
1 dl púðursykur
2 tsk vanilludropar
1 dl Nutella
70 ml mjólk
1/2 - 1 dl Nutella til að setja ofan á kökurnar
Uppskriftin var einföld og þægileg ...
2 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 1/2 dl bökunarkakó
113 gr smjör, mýkt
1 dl sykur
1 dl púðursykur
2 tsk vanilludropar
1 dl Nutella
70 ml mjólk
1/2 - 1 dl Nutella til að setja ofan á kökurnar
Byrjaði á að sigta saman þurrefnin,
hveiti, lyftiduft, og kakó.
Setti í smjörið í skál, skorið í bita, ásamt
báðum sykrunum. Blandaði þessu vel og
vandlega saman.
Bætti svo Nutellanu út í og hrærði
vel saman við.
Bætti svo þurrefnunum og mjólkinni út í
til skiptis, þ.e. fyrst smá þurrefnum svo
smá mjólk og koll af kolli þangað til að
deigið var orðið fullkomið :)
Notaði lófann og skeið til að móta
u.þ.b. matskeiðarstórar kökur,
rúllaði þeim í kúlu og notaði þumalinn
til að búta til smá holu og setti u.þ.b.
eina teskeið af Nutella í hverja köku.
Svo var bara að skella plötunum inn í ofn í 10-15
mínútur við 165°C. Athugið að kökurnar eru linar þegar
þær koma út úr ofninum, en harðna eftir því sem þær kólna.
Þetta voru alvöru súkkulaðikökur og óhætt að mæla með þeim til að skapinu í lag :)
Meira síðar.
Ummæli