Beikonsamloka með svissuðum lauk og eplum

Hvað skal segja, stundum er maður bara svangur og nennir ekki að vera með vesen. Þá er fátt betra en grilluð samloka með osti. Það er þó líka oft gaman að breyta til og þá finnst mér fátt betra en að skella með lauk, beikon og innihaldsefni sem kemur kannski á óvart - eplasneiðum :)

Uppskriftin er eftirfarandi: 
1/2 rauðlaukur
1-2 msk balsamik sýróp
5 beikonsneiðar
3-4 eplasneiðar
2-3 ostsneiðar
2 brauðsneiðar
Smjör

Byrjaði á að steikja laukinn

Þegar laukurinn var byrjaður að mýkjast,
bætti ég balsamicedikinu út á.

Steikti við meðalhita þar til þetta hafði allt blandast
vel saman og laukurinn var orðinn vel mjúkur.

Þá var að steikja beikonið. Ég keypti þessa snilldar
steikarpönnu hjá Muurikka umboðinu og hún er algerlega
í uppáhaldi hjá mér þessa dagana, hún er svo slétt
hinumegin og er einfaldlega fullkomin :)

Tók brauðsneiðarnar og smurði báðumeginn,
skellti lauknum ofan á aðra brauðsneiðina.

Svo var bara að bæta beikoninu ofan á ...

og eplasneiðunum ...

og svo að lokum ostsneiðunum.

Lokaði svo samlokunni og skellti henni á grillpönnuna.

Grillaði samlokuna báðumeginn þar til að hún var orðin
heit í gegn og osturinn bráðnaður.

Svo var bara að njóta með einföldu rúkólasalati :)

Mæli eindregið með þessari - bæði einföld og þægileg, en líka hrikalega bragðgóð og eplið gefur ótrúlega ferskan og skemmtilegan tón.

Meira síðar.

Ummæli