Nauta-Vindaloo: Hlýtt og gott kurrý í kuldanum

Nú þegar það sem vonandi verður kaldasti tími vetrarins er við það að ganga í garð er viðeigandi að deila með ykkur uppskrift sem hlýjar manni að innan með indverskum kryddum. Þetta er í sterkari kantinum en það er svo sem auðvelt fyrir þá sem ekki þora í heitasta hitann að draga úr honum með því að minnka cayenne piparinn og nota venjulega papriku í staðinn fyrir reykta.

Uppskriftin er eftirafarandi og er einfaldari en kannski lítur út fyrir við fyrsta lestur.

1/2-1 kg nautakjöt
1 tsk cuminfræ
2 litlir bitar kanilbörkur
6 negulnaglar
4 piparkorn
1 tsk turmerik
2 tsk reykt paprika
1/2 tsk cayenne pipar
6 hvítlauksgeirar
2,5 cm langur biti af fersku engifer
1 dl eplaedik
3 msk matarolía
1 rauðlaukur
1 rauður chillípipar

Tók þurrkryddin og ristaði örstutt á pönnu, eða þar til
þau voru farin að ilma vel

Setti kryddin ásamt engiferi og hvítlauk,

Papriku og túrmerik,

cuminfræ og eplaediki í litla matvinnsluvél (töfrasprota).

Hakkaði allt vel og vandlega saman og setti til hliðar.

Tók fram djúpa pönnu og setti olíu í og hitaði, skellti
svo lauknum og chillípipar. Hellti kryddblöndunni svo
út á og leyfði að hitna í gegn.

Skellti svo kjötinu út í og steikti, tók svo skálina sem 
kryddblandan hafði verið í og fyllti með vatni og hellti 
út á pönnunna. Saltaði og pipraði.

Leyfði þessu svo að malla í um það bil 10-15 mínútur,
eða þar til sósan var aðeins farin að þykkna. 

Bar þetta svo fram með hrísgrjónum og naanbrauði
og hlýnaði að innan, alveg frá toppi til táar.

Þetta er hrikalega gott og alveg örugglega hollt, mæli óhikað með þessu við alla aðdáendur bragðsterks matar :)

Meira síðar.

Ummæli