Það er fátt betra í kulda og trekk en að borða hlýlega kássu og mig hefur kannski líka vantað smá trukk í blóðið því mig langaði alveg óskaplega mikið í nautakjöt. Grænmetis- og nautapottréttur var því augljóst val og ótal kostir við slíkan rétt - enda t.a.m. hægt að nota afgangana úr ísskápnum :-)
Uppskriftin endaði svona ...
4 gulrætur
1 laukur
2 sellerýstilkar
1-2 stórar kartöflur
2-3 hvítlauksgeirar
500 gr nautagúllas
100 gr sveppir
1-2 tsk cajun kryddblanda
1-2 tsk rósmarín
1-2 tsk timijan/blóðbergssalt
3-4 dl kjötsoð eða hvítvín
Smjör til steikningar
Örlítið hveiti til þykkingar
Uppskriftin endaði svona ...
4 gulrætur
1 laukur
2 sellerýstilkar
1-2 stórar kartöflur
2-3 hvítlauksgeirar
500 gr nautagúllas
100 gr sveppir
1-2 tsk cajun kryddblanda
1-2 tsk rósmarín
1-2 tsk timijan/blóðbergssalt
3-4 dl kjötsoð eða hvítvín
Smjör til steikningar
Örlítið hveiti til þykkingar
Byrjaði á að skera grænmetið
Bræddi smjör á heitri pönnun, setti cajun krydd með ...
Svo var bara að skella kjötinu út í og brúna það.
Tók kjötið svo af pönnunni og setti til hliðar.
Svo var að steikja grænmetið - byrjaði á sveppunum,
bætti svo restinni af grænmetinu saman við og
steikti í sirka 5 mínútur.
Svo var að hella soðinu út í og krydda, en ég notaði
þurrkað rósmarín og svo blóðbergssalt frá Saltverk og
sleppti í staðinn að nota salt. Bætti svo smá hveiti út í
og leyfði þessu að malla í sirka 15 mínútur, en hefði
alveg mega malla aðeins lengur svo kjötið væri enn mýkra.
Namm, lítur vel út ekki satt? Hefði getað borðað sósuna
eina sér hún var svo góð :)
Svo var bara að njóta! Verð að viðurkenna að ég
nennti ekki að sjóða hrísgrjón eða pasta, enda nóg
af kartöflum þarna sem komu með sterkjuna sem þurfti.
Notaði svo brauð til að sleikja upp sósuna.
Mæli eindregið með þessum, hressandi og bragðgóður, jafnvel klukkan 22 á kvöldin ;)
Meira síðar.
Ummæli