Hin klassíska hvíta kaka

Margar klassískar kökuuppskriftir má finna í einföldum kössum og þú bætir bara við vatni, hrærir saman og skellir inn í ofn. Einfalt, þægilegt og fljótlegt en það er samt mikilvægt að eiga góðar klassískar uppskriftir og oft jafnvel ódýrara en að kaupa í kassa. Þessar klassísku uppskriftir eru t.a.m. hin klassíska súkkulaðikaka, brownis, pönnukökur og svo auðvitað þessi klassíska hvíta kaka sem ég ætla einmitt að deila með ykkur í dag.

Það sem er skemmtilegt með þessa klassísku hvítu köku er hvað hún er ótrúlega fjölbreytt. Hún er auðvitað sérstaklega klassísk með hinu hefðbundna smjörkremi en hún er svo fjarri því að vera bundin við það. Í kaffiboði um daginn breytti ég henni til að mynda í regnbogaköku á einfaldan hátt með matarlit.

Uppskriftin sem ég notaði var eftirfarandi ...
170 gr smjör, mýkt
3 dl sykur
4 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
6 eggjahvítur
170 ml mjólk
2 tsk vanilludropar

Setti smjör og sykur saman í skál og hrærði saman.

Aðskyldi eggin og setti hvíturnar í skál ... 

þeytti eggjahvíturnar lítillega og bætti svo út í mjólkinni
og vanilludropunum. 

Þeytti svo aðeins meira.

Svo var að hafa til þurrefnin og bæta út í ...

Hræra öllu vel saman :-)

Svo út af því að ég er var að fá börn í heimsókn ákvað
ég að bæta út í tveimur matarlitum og hræra varlega 
saman við deigið, án þess að hræra of mikið - svo þetta
verði ekki bara brún klessa ;-)

Svo var bara að skella kökunni í smurt form og inn í 
ofn við 180°C í um 30 mínútur. Einnig er algengt að
setja í tvö form og lenda þannig ekki í vandræðum með 
að skera botninn í tvennt ef vilji er til þess. 

Í þessu tilfelli þar sem ég fann ekki nema eitt form 
(er að klára að setja eldhúsið aftur upp) þá ákvað ég
að hafa bara eitt form og einfalda köku :-)

Að lokum var svo bara að setja krem og bera fram.
Í þessu tilfelli ákvað ég að setja bara súkkulaðigljáa
yfir kökuna, næst verður það alveg örugglega smjörkrem.
En kakan heppnaðist vel :-)

Sem sagt, einföld og þægileg kaka sem er alltaf glæsileg - alveg sama hvað -umreytanleg í ótrúlegustu ævintýri!

Meira síðar.

Ummæli