Rabarbara bellini - ferskur drykkur inn í Verslunarmannahelgina

Ég skellti í fordrykk um daginn sem er svo yndislega einfaldur og skemmtilegur, einfaldlega rabarbarasýróp í freyðivín. Tekur u.þ.b. 15 mínútur að gera og er rosalega ferskt og gott.

Uppskriftin er eftirfarandi ...
4 dl rabarbari
1 dl sykur
Sítrónubörkur af einni sítrónu
1/2 dl vatn
2 msk sítrónusafi
2 flöskur freyðivín

Byrjaði á að skera rabarbarann í sneiðar/bita,
bætti svo öllu nema freyðivíninu saman við.

Leyfði þessu að sjóða í sirka 15 mínútur, passið
bara að sjóða ekki of mikið þannig að vökvinn 
gufi ekki upp og þetta breytist í graut :-)

Svo var bara að skella freyðivíninu í glösin og
1-2 tsk af rabarbarasýrópi út í glasið eða eftir smekk.

Hrikalega ferskt og gott og skemmtileg leið til að poppa upp hið hefðbundna freyðivín. Mæli hiklaust með þessu.

Meira síðar.

Ummæli