Ferskur maís undir jamaískum áhrifum

Eitt af því sem er svo ótrúlega skemmtilegt við sumarið er allt ferska grænmetið og ávextirnir og berin og allt það :-)  Eitt af því besta sem ég fæ eru ferskir maísstönglar og venjulega borða ég þá nú bara með smjör og salti en það er auðvitað alltaf skemmtilegt að breyta til og eftir að hafa prófað þessa kryddblöndu sem hér fylgir á eftir með smjörinu þá hugsa ég að ég muni ekki fara aftur í saltið nema í neyð. Þetta er fáránlega gott :-)

Uppskriftin er eftirfarandi ...
1/2 tsk allrahanda
1/2 tsk múskat
1/2 tsk hvítlaukssalt
2-3 þurrkuð chillí
2 tsk timijan
Hnífsoddur af negul
Hnífsoddur af kanil
2 msk salt

Einfalt og gott - Blanda kryddunum saman í skál.

Sauð maísstönglana í um 4 mínútur, passið að sjóða 
ekki of lengi. Setti salt og smá bjór í vatnið. Svo er
auðvitað hægt að skella þeim á grillið, þá í 8-10 mínútur
en passið þá að bursta með olílu og snúa reglulega.

Svo var bara að njóta :-)

Þetta var eiginlega alveg svakalega gott. Smá bit í chillíinu en það gerði þetta þess mun betra! Skemmtileg blanda af kryddum og ferskleika maísins. Mæli óhikað með þessu.

Meira síðar.

Ummæli