Tortilla með grænmetisfyllingu

Ég var með alveg hreint yndislegar stelpur í gistingu hjá mér um daginn, skiptinemar úr SIT orkuskólanum frá bandaríkjunum. Það var mjög gaman að elda allskonar ólíka hluti fyrir þær, en þar sem önnur þeirra var grænmetisæta þá datt mér í hug eitt kvöldið þegar ég kom seint heim að skella bara í tortilla fyrir þær. Einfalt, fljótlegt og virkilega gott.

Uppskriftin endaði einhvernveginn svona ...
1 rauðlaukur
1 græn paprika
250 gr sveppir
1 tsk cumin
1 tsk kórianderduft
Salt og pipar
1 dós niðursoðnir tómatar
1 dós gular baunir
2 pokar hrísgrjón
1 dós nýrnabaunir

Byrjaði á að skera grænmetið frekar gróft.

Steikti þetta allt saman á pönnu.

Svo var bara að bæta nýrnabaununum 
og soðnum hrígrjónunum út í.

Bætti svo tómötunum og gulu baununum saman við
og kryddaði svo vel og vandlega eða þar til 
mér líkaði bragðið :-) Gott getur verið að bæta 
smá limesafa til að létta bragðið ef þarf.

Svo var bara að skella þessu á tortillaköku ásamt
heimagerðu guacamole (sem er líka fáránlega 
einfalt og gott) og sýrðum rjóma - vefja þetta
allt saman inn og njóta!

Einfalt, gott, holl og yndislega þægilegt - mæli óhikað með þessu eftir langan vinnudag og ekki skemmir fyrir hvað þetta er ferskt og gott!

Meira síðar.

Ummæli