Sumarsalat undir ítölskum áhrifum

Það er fátt sem ég elska meira en fljótlegur og einfaldur kvöldmatur og þessi uppfyllir sannarlega allt sem maður gæti óskað eftir, fljótlegur, einfaldur og ótrúlega góður!  Svo góður raunar að ég hef gert þetta aftur og aftur frá því ég eldaði þetta fyrst og meira að segja gerði og tók með mér í göngu á Hornstrandir í gær :)

Uppskriftin er eftirfarandi ...
1 einfalt beikon bréf
1/2-1 tsk birkireykt salt
1/2 dl  sýrður rjómi
2 msk mjólk
2 msk hvítvínsedik
Pipar
1 tsk adobo sósa eða 1/2-1 tsk reykt paprikuduft
1 box kirsuberjatómtar eða 2-3 tómatar
1 mozzarellaostur
Búnt af basiliku
250-300 gr pasta

Byrjaði á því að skera niður beikonið og steikja á pönnu.

Tók svo fram litla skál og setti þar í sýrðarjómann,
mjólkina, hvítvínsedikið og birkireykta saltið ...

og adobo sósu (fékk mína í Kosti) og pipar,

Skar svo tómatana, ostinn og basilikuna niður í bita.

Sauð pastað eftir kúnstarinnar reglum, hellti svo sósunni
yfir og blandaði öllu vel saman í stórri skál.

Svo var bara að skella tómötunum, ostinum og beikoninu
saman við ...

og svo auðvitað basilikunni og blanda öllu vel saman.

Svo var bara venju samkvæmt að njóta. Það er margt ótrúlega gott við þennan rétt, í fyrsta lagi er þetta virkilega ferskt og gott og í öðru lagi þá er virkilega einfalt og þægilegt að breyta honum virkilega í grænmetisrétt með því að sleppa beikoninu :)  

Meira síðar.

Ummæli