Sumarlambalæri með sítrónu og sítrónugrasi

Ég skellti í lambalæri fyrir vini og skiptinema sem ég er með hérna heima þessa dagana, auðvitað verður maður að leyfa fólki að prófa íslenskt lamb ekki satt? :)

Ég ákvað hins vegar aldrei þessu vant að breyta örlítið til og nota ekki sömu krydd og venjulega, heldur fara í eitthvað aðeins frísklegra svona í tilefni af sumrinu sem svo sannarlega hefur tekið vel á móti okkur hérna á Ísafirði.

Við vorum 8-9 í mat og ég var með tvö lambalæri, annað um 1,5 kg og hitt um 2,4 kg. Uppskriftin var svo eftirfarandi ...

3 dl ólífuolía
8 hvítlauksgeirar
1 tsk timijan
1 msk salvía
2 sítrónur, safi og börkur
1 stk sítrónugras
3 rósmaríngreinar
4-5 steinseljugreinar
1/2 hvítvínsflaska
1/2 l vatn
Salt og pipar


Tók til hvítlauksgeirana, hreinsaði og saxaði.

Setti þá út í ólífuolíuna.

Skar svo laukinn í litla bita ...

sem og sítrónugrasið og bætti út í olíuna sömuleiðis.

Raspaði svo sítrónurnar og skar svo í tvennt og 
kreisti úr þeim safann.

Bætti þessu út í ólífuolíuna sömuleiðis.

Svo var það restin, þ.e. rósmarín ...

og steinselja. Notaði svo gaffal til að blanda vel saman.

Svo var bara að maka lambalærin með blöndunni.
Hellti svo hvítvíninu og smá vatni út í pottinn og
skellti svo inn í ofn við 160°C.

Eftir um það bil 1 1/2 tíma eða þegar kjöthitamælirinn
hafði náð 70°C var svo bara að taka kjötið úr ofninum.
Vafði þau fyrst inn í álpappír og handklæði til að 
leyfa þeim að jafna sig í smá stund.

Svo var bara að skella þeim á brettið ...

og njóta :) 
Ég hellti soðinu af kjötinu í pott, 
smakkaði aðeins til og bar fram sem sósu
með kjötinu - hrikalega fersk og góð!

Meira síðar.

Ummæli