Sinnepssalatsósa

Eins og mér finnst gaman að elda þá er fátt sem mér finnst jafn gott og einfalt pastasalat. Yfirleitt geri ég bara einfalt og þægilegt salat með pasta, rúkóla, kirsuberjatómötum, papriku og kjúkling en svona í seinni tíð þá finnst mér þúsund sinnum betra að setja smá salatsósu eða vinaigrette með. Það er yndislega einfalt og fljótlegt að gera slíka salatsósu og er sannarlega þessara tveggja mínútna virði.

Þessi uppskrift er einföld og góð og óhætt að mæla með henni, sýran og kryddið einfaldlega lyftir matnum upp á hærra plan :-)
2 msk Dijon sinnep
1 skallottulaukur
2 hvítlauksgeirar
1 tsk timijan
1 tsk steinselja
1/2 tsk gróft salt
1/2 tsk svartur pipar
2 tsk sinnepsduft
4 msk sítrónusafi
3 dl ólífuolía

Setti saman í skál Dijon sinnep, hvítlauk og skallottulauk.
Setti saman í annarri skál sítrónusafa og sinnepsduft
og hellti út í skálina.

Notaði gaffal til að blanda öllu saman. 

Bætti svo ólífuolíunni út í skálina 

og hrærði vel saman.

Svo var að bæta við jurtunum, setti blóðbergsblöndu ...

og graslauk saman við ...

ásamt svörtum pipar og salti og blandaði öllu vel saman.

Hellti svo salatsósunni eða hluta af henni yfir pastað.

Bætti svo kjúklingnum og paprikunni ...

og tómötunum út í.

Ásamt rúkóla og graslauk ...

og auðvitað smá fetaost.

Svo var bara að blanda öllu vel saman og njóta!

Einfalt, þægilegt og hrikalega gott!

Meira síðar.

Ummæli