Japanskt kvöld: Tvennskonar nautakjöt

Fyrir svona fiskóþolsgemlinga eins og mig þýðir auðvitað lítið að þykjast ætla að borða fisk og því var augljóst mál að kafa örlítið dýpra í japanska matargerð en þá eru nautakjötsuppskriftirnar þeirra alveg sérstaklega skemmtilegar og áhugaverðar.

Ég ákvað að skella í tvennskonar nautakjöt, nautakjötssalat og teriyaki naut. Hvoru tveggja heppnaðist vel en eitthvað klikkaði aðeins í myndatökunni hjá mér en fann því miður enga mynd af endanlegu afurðunum :-þ Þið verðið því bara að taka orð mín gild þegar ég segi að þetta hafi verið bæði flott og gott :-)

Uppskriftirnar voru eftirfarandi ...
Teriyaki naut
600 gr nautakjöt, steik eða filé
77 ml teriyaki sósa
2,5 cm engiferbiti
1 hvítlauksgeiri
8 vorlaukar
1 tsk wasabi
1/2 dl japönsk sojasósa

Nautakjötssalat
1 msk matarolía
500 gr nautafilé
Rúkóla
2 msk japönsk sojasósa
1 msk hrísgrjónaedik
1 msk sake (má líka nota hvítvín)
1 msk ólífuolía
1 tsk flórsykur
1/2 tsk sinnep
1/2 tsk sesamolía
2 cm engifer, rifið
1 hvítlauksgeiri, rifinn

Byrjaði á að rífa engiferið ...

og setti í skál ásamt rifnum hvítlauk.

Bætti svo sósunum saman við og wasabi-inu og hrærði
vel saman með gaffli.

Bætti svo steikinni út í og reyndi að baða vel upp úr
sósunni þannig að þetta myndi allt ná að sjúga í sig
bragðið af mareneringunni. 

Hreinsaði kjötið svo vel og steikti snöggt á heitri grillpönnu.
Leyfði svo að jafna sig í sirka 5 mínútur áður en ég 
skar það í þunnar sneiðar og bar fram með vorlauknum.

---

Snöggsteikti kjötið á pönnunni.

Á meðan blandaði ég öllum innihaldsefnunum fyrir 
utan rúkólað og kjötið sjálft í lítilli skál.

Fyllti stóra skál af ísköldu vatni og skellti kjötinu ofan í.

Bara rétt að snöggkæla það :-)
Tók það svo upp úr og þurrkaði vel,
skar svo í þunnar sneiðar og hellti svo 
hluta af sósunni yfir og dreifði svo að 
lokum rúkólanu yfir og í kring.
Svo var bara að bera fram og njóta!

Þetta var nautakjöt - hvað annað þarf að segja :-)

Meira síðar.

Ummæli