Japanskt kvöld: Gyoza

Þegar ákveðið var að hafa japanskt þema komu fljótlega fram ýmsar óskir um hvað yrði eldað. Sushi var auðvitað efst á lista en þar fast á hælana kom gyoza eða dumplings. Gyoza eru fylltir deigboltar, yfirleitt með kjöti og/eða grænmeti sem eru svo léttsoðnir og svo steiktir beint í kjölfarið. Gyoza er alveg pinku maus að gera, aðallega að fletja út deigið, en eru algerlega maussins virði þannig að það er alveg óhætt að mæla með þessu :)

Uppskriftin sem ég notaði var eftirfarandi ...
Deigið 
300 gr hvítt hveiti
1/2 tsk salt
2 dl sjóðandi heitt vatn
1 msk matarolía
1 msk sesamolía

Fyllingin
200-250 gr hvítkál
300 gr svínahakk
1/2 blaðlaukur
1 egg
2 msk japönsk sojasósa
1 msk sake (eða hvítvín)
1 tsk flórsykur
1/4 hvítur pipar
1 msk matarolía



Fyrst var að gera deigið, sigtaði saman þurrefnunum.

Hellti svo sjóðandiheitu vatninu saman við.

Notaði svo matarprjóna til að blanda deiginu saman,
mér fannst þetta mjög sérstakt en þetta er víst hefðin 
þannig að mér fannst ástæða til að prófa þetta. 
Þetta gekk raunar betur en ég átti von á.

Svo notaði ég hendurnar til að hnoða saman deiginu
í deigkúlu. Setti svo plast yfir skálina og leyfði 
deiginu að jafna sig í sirka klukkustund. 

Á meðan var það að búa til fyllinguna.
Byrjaði á að saxa hvítkálið frekar fínt.

Blandaði svo kjötinu saman við.

og svo restinni af hráefnunum.

Svo var bara að nota sleif til að blanda öllu vel saman.

Svo byrjaði vinnan ... að fletja út deigið.

Notaði svo glas til að skera út passlega stóra hringi.

Svo var bara að setja fyllingu í deighringina, 
setja svo vatn í kring til að það væri auðveldara 
að loka hringnum.

Voilá, loka og kermja saman endana.

Þetta var mikið fjör ;-)

En svo byrjaði raunverulega gamanið.
Tók fram djúpa pönnu og setti 
rétt botnfylli af vatni.

Þegar vatnið var farið að sjóða þá skellti ég gyoza-inu
ofan í skömmtum og sauð í sirka 3 mínútur með lokið á.

Svo var að taka gyozað upp úr og hella vatninu af.

Skellti svo olíu í pönnuna og hitaði,
endurtók svo ferlið með vatninu,
nema nú voru þeir bara stutt í pönnunni
eða þar til þeir höfðu brúnast 
lítilega á hvorri hlið.

Namm hvað þetta var hrikalega gott.
Bæði eitt og sér, en líka með smá wasabi og sojasósu :-)

Mæli eindregið með þessu en besta hrósið sem ég fékk fyrir þetta var líklega að þetta smakkaðist nánast eins og höfðu fengist í Japan ;-)

Gleðilega þjóðhátíð!

Meira síðar.

Ummæli