Pepperoni lasagna

Fyrr í vetur var ég með geggjaða lasagnaveislu. Til að gera hlutina aðeins meira spennandi ákvað ég að vera ekki bara með hefðbundið lasagna heldur prófa líka að gera pepperoni lasagna.

Það var í einu orði sagt, gjöööööðbilað gott! Næst veður það samt gert með heimagerðum lasagnaplötum til að gera það enn betra :)

Uppskriftin byggir á uppskrift frá Guy Fieri, einum af mínum uppáhalds og dugar fyrir 4-5.

Lasagnaplötur
2-3 bréf pepperóní
500 gr kotasæla
1-2 pokar rifinn ostur, eftir smekk
2-3 bréf af pepperoni, eftir smekk
85 ml ólífuolía
1 laukur
5 hvítlauksgeirar
3-4 dósir niðursoðnir tómaar
Búnt af ferskri basilíku
2-3 msk þurrkað oreganó
Salt og pipar


Byrjaði á því að taka fram stóran pott og skella 
ólífuolíunni í hann, hitaði og steikti 
svo laukinn og hvítlaukinn þar til brúnaðir.

Í kjölfarið var bara að bæta tómutunum út í og 
hræra vel til að blanda saman við laukinn. 
Lyefði þessu að sjóða í sirka tíu mínútur.

Bætti þá út í oreganóinu og basilikunni og blandaði
vel saman við tómatblönduna.
Leyfði þessu að sjóða í sirka fimm mínútur í viðbót.

Að lokum var bara að hella kotasælunni út í og
blanda vel saman við.

Svo kom skemmtilegi hlutinn. 
Tók fram eldfast form og penslaði með olíu.
Svo var að setja sósu, pepperóní ofan á það og svo 
lasagnaplötur ofan á það ...

og endurtaka frá fyrri mynd ... 

Þar til allt var komið og tími til að skella ostinum ofan á.

Svo var bara að skella þessu inn í ofn í 30-45 mínútur.

Hér má sjá lasagnaveisluna miklu - það var sem sagt
"alvöru" lasagna í stóru ofnplötunni.
Hrikalega gott - mæli óhikað með þessu.

Meira síðar.

Ummæli