Guinnessnautabaka

Guinnessbjór er frábært hráefni, ekki eingöngu til að drekka - heldur líka til að elda úr. Já, Guinnesbjór og nautakjöt hvað gæti verið betra? :-)

Eins og áður hefur komið fram var ég með írskt kvöld um daginn og eitt af því sem skellt var í var Guinnesnautabaka.

Þetta var ótrúlega þægileg uppskrift að mörgu leyti, þó einni væri smá vesen eins og alltaf fylgir!

Uppskriftini var eftirfarandi og dugði vel fyrir 8 manns ...
1,5 kg nautagúllas
Matarolía
5 litlir rauðlaukar
6 hvítlauksgeirar
Smjörklípa
4 gulrætur
4 sellerí
7-8 sveppir
Búnt af rósmarín
2 msk blóðbergsblanda
Salt og pipar
1 stór Guinnesbjór
2-3 msk maízanamjöl
500 gr smjördeig

Svo var bara að framkvæma

Fyrst var að skera grænmetið - byrjaði á hvítlauknum
og gulrótunum klukkan tvö að morgni ... maður verður
að nýta tímann :-)

Sneiða, sneiða og sneiða gulrætur og sellerí ...

og auðvitað sveppina líka.

Skar laukinn í bita og byrjaði á að steikja hann 
upp úr matarolíunni.

Bætti svo restinni af grænmetinu út í og steikti í sirka
fimm mínútur áður en ég bætti kjötinu út í og steikti.

Svo var að skella kryddinu út í.
Létt saxaði rósamarínið og skellti út í pottinn ásamt
blóðbergsblöndunni.

Svo var bara að hella bjórnum út í þannig að 
vökvinn fór uppfyrir kjötið ...

Ef bjórinn dugar ekki ... bæta við smá vatni.

Svo var bara að bæta maízanamjölinu út í og 
hræra saman við kássuna.


Þá var bara að setja lokið á pottinn og skella inn
í 180°C heitann ofninn í srika 1 1/2 klst.

Á meðan tók ég fram eldfast mót og smurði það.
Flatti út smjördeigið og lagði í botninn.
Hellti svo kjötfyllingunni úr pottinum og út í mótið.

Setti svo restina af smjördeiginu yfir ...
já ég veit, ekki það fallegasta sem þið 
hafið séð ;-)

Svo var bara að skella þessu inn í ofninn
í sirka 45 mínútur.

Svo var bara að bera fram fyrir gestina.

Það besta við þennan rétt var samt líklega að meðlætið
var yndislega einfalt, þetta er eiginlega bara best með
eingöngu grænum baunum.

Ég stóðst nú samt ekki freistinguna og hafði rucola með og það gekk fínt. Takið samt sérstaklega eftir fallegu nýju diskunum mínum sem ég fékk í afmælisgjöf frá mömmu og pabba og systkinum mínum - einfaldlega elska þá - fást hjá Fastus :-) Að lokum verður að nefna að þessi réttur sló algerlega í gegn, enda kjötið sérstaklega meirt og bragðið sérstaklega gott.

Meira síðar.

Ummæli