Að tæma ískápinn - Rjómalöguð sveppasúpa

Ég ætlaði að skella mér í vikudvöl í Vestmannaeyjum og dreif þess vegna í að tæma ískápinn. Kvöldið fyrir áætlaða brottför dreif ég í að búa til kvöldmat sem byggðist á því að nota það sem afgangs var.

Úr því varð þessi fínasta sveppasúpa og pizza. Í súpuna notaði ég t.a. m. afgangs þeyttan rjóma frá sólarpönnukökum fyrr um daginn og sveppi sem lágu undir skemmdum. Á pizzuna fór sömuleiðis álegg sem lá fyrir að myndi skemmast á meðan ég yrði í Vestmannaeyjum og heeeelling af osti :-)

Sveppasúpuuppskriftin endaði svona ...
2 msk smjör
100 gr sveppir
1 lítill laukur
2 hvítlauksgeirar
1/2 tsk salt
2 msk hveiti
750 ml kjúklingasoð
2 dl rjómi eða mjólk
1/4 tsk jerk kryddblanda
Svartur pipar
1 dl rifinn ostur

 
Tók fram djúpa pönnu og skellti á hana smjörinu.

Meðan pannan var að hitna og smjörið að bráðna 
skar ég laukinn ... 

og saxaði hvítlaukinn ...

og skar sveppina í bita.

Skellti svo grænmetinu á pönnuna og steikti þar til
laukurinn var orðinn mjúkur. Dreifði þá hveiti yfir
og blandaði saman við grænmetið.

Hellti svo kjúklingasoðinu út í og leyfði að sjóða aðeins
til að þykkja blönduna aðeins.

Setti svo þeytta rjómann út í og blandaði saman við
(athugið að síminn hringdi og þess vegna "bráðnaði"
rjóminn ...)

Bætti jerk-kryddinu, salti og pipar út í súpuna.

Bætti rifna ostinum út í.

Voilá, pizzan tilbúin inn í ofninn líka ... :-)

Forrétturinn tilbúin með ótrúlega litlu tilstandi!

Fínasti kvöldmatur úr afgangsmat - klikkar ekki! Verst að það var svo ekkert flogið og ég þurfti að fylla aftur á ískápinn :-)

Meira síðar.

Ummæli