Tequila-trönuberjasósa

Trönuberjasósa er eitthvað sem er alltaf jafn bragðgott með fuglakjöti og ég skil varla af hverju við gerum hana svona sjaldan yfir vetrartímann. Það er auðvitað til þessi hefðbundna trönuberjasósa sem er einfaldlega bara trönuber og sykur en það má gera svo margt fleira með trönuberjasósu.

Uppskriftin sem ég endaði á að nota í desember var eftirfarandi ...
1 poki trönuber
2 dl appelsínusafi
2 dl sykur
5 jalapenobitar
1 msk limesafi
2 msk tequila

Tók fram meðalstóran pott og setti í hann trönuberin
og sykurinn ... 

og appelsínusafann ...

og saxað jalapenoið.

Svo var bara að leyfa suðunni að koma upp, lækka
þá hitann og leyfa að sjóða í 10-15 mínútur eða þar
til trönuberin byrja að springa og sósan fer að þykkna.

Þá er bara að bæta við limesafanum ...

og tequilanu og blanda öllu vel saman 
og taka pottinn af hitanum.
Setti sósuna svo bara til hliðar þar til kominn var tími
til að bera sósuna fram.

Svo var bara að njóta :-)

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur og takk fyrir frábært ár 2012. Ég lofa að vera enn duglegri að blogga á nýju ári og hlakka til að eiga frábært matarár með ykkur :-)

Meira síðar.

Ummæli