Ofnbökuð eplabeikonfylling

Ég veit að ég er pinku sein með þessa en ég ákvað að kasta henni inn samt sem áður því þetta var svo hrikalega gott og líka út af því að þetta er fínasta meðlæti með öðru en endilega kalkún.  Nema hvað, þegar ég gerði kalkúninn um daginn þá varð auðvitað að gera fyllingu með þessi var nú bara gerð úr því sem var til í ískápnum og reyndist vera svona líka hrikalega góð og því óhætt að mæla með, sérstaklega með fuglakjöti.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1/2 blaðlaukur, stór
4 stórir sveppir
1 appelsínugul paprika
5 beikonstrimlar
1 rautt epli
1 sellerístilkur
Smjörklípa
1 msk Herbs de Provance
Salt og pipar
2 dl matreiðslurjómi
Rifinn ostur
4-5 brauðsneiðar, skornar í tenginga

Byrjaði á að skera grænmetið í frekar grófa bita

og beikonið sömuleiðis.

Kjarnhreinsaði eplin og skar í bita

og skar svo selleríið í litla bita 
(satt best að segja þá er ég svo nýfarin að borða 
sellerí að ég skar það smátt fyrst og fremst til að
fela bitana fyrir sjálfri mér).

Tók svo fram djúpa pönnu og setti sirka 50 gr af smjöri
á hana og kveikti undir, leyfði smjörinu að bráðna.

Steikti fyrst beikonbitana og bætti svo grænmetinu
út á (fyrir utan eplin) og steikti í sirka 10 mínútur
eða þar til grænmetið var farið að mýkjast.

Bætti þá eplunum út í og hrærði vel saman við,
leyfði að steikjast í aðrar 10 mínútur.

Tók fram stóra skál og setti rjómann út í,
skar brauðið í tenginga og tók endana af og 
hellti út í rjómann.

Hellti svo grænmetiseplabeikonblöndunni af pönnunni
og út í skálina.

Bætti salt og pipar og Herbs de Provance út í 
og blandaði öllu vel saman.

Tók svo fram eldfast mót og hellti gumsinu ofan í,
dreifði rifnum osti yfir (eftir smekk) og inn í ofn
við 180°C í sikar 20 mínútur.

Út kom þessi líka geggjaða fylling.

Algerlega óhætt að mæla með þessari - bragðgóð og djúsí - gæti jafnvel gengið sem brauðréttur ein og sér :-)

Meira síðar.

Ummæli