Geggjaðar sætar kartöflur

Ég veit ekki með ykkur en ég bókstaflega elska sætar kartöflur og hefði gjarnan vilja kynnast þeim miklu fyrr á ævinni.  Ég nota sætar kartöflur við öll tækifæri, m.a.s. ofan á pizzu og þær eru já, bara góðar :-) Ekki skemmtir fyrir að þær eru líka hollar. Vissuð þið til dæmis að sætar kartöflur eru næstum tvisvar sinnum trefjameiri en kartöflur og þær hafa hátt hlutfall B6 vítamíns og sömuleiðis A vítamíns.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 stór sæt kartafla
1-2 rauð epli
1 poki pekanhnetur
2 msk smjör
1/2 dl hlynsýróp
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1/4 tsk cayenne pipar
1/2 dl viský
Salt
Byrjaði á því að þurrsteikja pekanhneturnar,
tókst auðvitað að brenna þær aðeins ...
passið ykkur á því :-)
Raunar byrjaði ég á því að afhýða sætu kartöfluna
og eplin og skera í grófa munnbita og kom fyrir í 
eldföstu móti sem ég hafði smurt að innan.

Bætti svo smjörinu út á pönnuna ...

ásamt hlynsýrópinu ...

og kanilnum ...

múskatinu ...

og cayennepiparinn. 
Blandaði öllu vel saman og leyfði svo karamellunni
að sjóða niður, í sirka 5-10 mínútur.

Þá var bara að bæta viskýinu út í og blanda saman 
við karamelluna.

Hellti karamelluhnetublöndunni yfir sætu kartöfluna og
eplin.


Blandaði öllu vel saman og skellti forminu inn í 
180°C í sirka 20 mínútur eða þar til kartöflurnar voru 
orðnar bakaðar.

Svo var bara að bera fram og njóta!

Þetta er algerlega nýtt uppáhald, en þetta var það gott að ég skellti aftur í þetta á áramótunum og þá sló það ekki síður í gegn. Sem sagt einfaldur og bragðgóður réttur sem óhætt er að mæla með.

Meira síðar.

Ummæli