Að deyja ekki ráðalaus: Mascarpone ostur

Einn af kostunum við að búa á Ísafirði er að stundum lendir maður í því að fá ekki nákvæmlega það hráefni sem maður þarf hverju sinni og þá lærir maður heilmikið á því að þurfa að finna eitthvað sniðugt til að nota í staðinn.

Ég lenti í þessu einmitt um daginn þegar mig vantaði mascarpone ost og hann var ekki til í Samkaup.  Þá var lítið annað hægt að gera en að búa til eigin mascarpone ost.

Uppskriftin sem ég notaði var eftirfarandi ...
450 ml rjómaostur
70 ml sýrður rjómi
1/2 dl rjómi
Skellti þessu öllu saman í skál ...

og notaði svo gaffal til að blanda þessu öllu saman.

Þegar áferðin var orðin eins og ég vildi hafa hana var lítið mál að nota þetta eins og þurfti og setti svo afganginn í lokaða dollu inn í ískáp. Virkaði svo alveg eins og ég væri með alvöru mascarpone - klikkar ekki!

Meira síðar.

Ummæli