Ratatouille (sósa)

Stundum vantar mann bara einhverja einfalda, þægilega og bragðgóða sósu og þá er eitt sem klikkar aldrei - Ratatouille!

Ég skellti í eina slíka með lambalærinu um daginn - enda vel franskt - og hún heppnaðist nú bara nokkuð vel.

Uppskriftin endaði einhvernveginn svona ...
1 laukur
2 hvítlauksgeirar
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 kúrbítur
1 eggaldin
1 dós niðursoðnir tómatar
Salt og pipar
2 tsk Herbes de Provance
1 tsk basilíka
Matarolía

Skellti olíu í pönnu og steikti laukana.

Bætti svo fljótlega paprikunni út á og steikti í
nokkrar mínútur eða þar til þetta var farið að mýkjast.

Bætti þá kúrbítnum út á pönnuna og steikti 
nokkrar mínútur í viðbót

Svo var það eggaldinið sem átti næst leið á pönnuna
og aftur var steikt þar til þetta var farið aðeins að mýkjast.

Bætti svo tómötunum út á og leyfði að malla í sirka
5 mínútur og bætti þá kryddunum út í og smakkaði til.

Svo var bara að bera fram og njóta.

Þetta var virkilega skemmtileg hliðarsósa með lambinu góða, en fer auðvitað vel með ótal mörgu öðru og svo má auðvitað bera þetta fram sem sjálfstæaðan rétt, t.d. með góðu brauði.

Meira síðar.

Ummæli