Mjúkt og gott brauð fyrir hátíðarveisluna


Ég veit að það er ýmislegt sem mætti benda á í tengslum við hvítt brauð og hollustu þess og bla bla en ég er forfallinn brauðsjúklingur og sérstaklega finnst mér mjúkt og gott brauð æðislegt og ég skellti í eina slíka uppskrift um daginn með kalkúninum og já, skulum orða það svo að ansi margir hafa beðið um uppskriftina síðan.

Uppskriftin var eftirfarandi (1 ofnplata)
3 dl mjólk
113 gr smjör
1 dl sykur
1 lítið bréf ger 
1 dl heitt (volgt) vatn
3 stórt egg
1 1/2 tsk salt
12 dl hveiti


Setti mjólkina í lítinn pott og leyfði suðunni að koma upp.

Á meðan suðan kom upp þá setti ég heitt vatn og
ger í skál og leyfði að standa í smá stund.

Þegar suðan var komin upp tók ég pottinn af heitri hellunni
og setti smjörið ...



og sykurinn og hrærði saman þar til smjörið hafði bráðnað.
Setti til hliðar.

Tók fram stóra skál og setti 6 dl af hveritinu í hana.

Hellti svo gervatninu, mjólkurblöndunni og salti ...

og eggjunum út í.

Notaði svo sleif til að hræra deigið saman.

 Bætti einum desilíter af hveiti smátt og smátt saman við
þangað til að hveitið hafði klárast og deig hafði myndast.


Athugið að deigið er frekar blautt.
Setti viskastykki yfir skálina og kom henni fyrir
á hlýjum stað í um það bil (tæpan) klukkutíma.

Lítur vel út ekki satt?

Skipti deiginu niður í bollur og raðaði á ofnskúffu. 
Var ekkert að stressa mig hversu nálægt 
eða ekki nálægt ég væri.
Lagði viskustykkið aftur yfir og leyfði að hefast í ~30 mín.

Nammi namm :-)
Skellti þessu svo bara inn í ofninn við 180°C í 20 mínútur
eða þar til þau eru orðin gullin.

Út kom þetta líka hrikalega girnilega brauð sem 
sló algerlega í gegn og var ótrúlega þétt í sér og bragðgott.

Virkilega gott brauð, einfalt að gera og eiginlega bara nýtt uppáhald.

Meira síðar.

Ummæli

mmm þetta lítur vel út. Prófa þetta með næstu súpu. Er alltaf að leita að "THE bread" :)