Kashewhnetubitar

Ég er alveg óskaplega hrifin af karamellu og alltaf finnst mér kashewhnetur góðar og því stóðst ég auðvitað ekki freistinguna þegar ég rakst á uppskrift sem blandaði báðu saman.  Merkilega einföld og skemmtileg uppskrift og virkilega bragðgóð án þess að vera og sæt - tilvalið í jólaboðin :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ...
Botninn
113 gr smjör, mýkt
1/2 dl ljós púðursykur
1/2 dl sykur
1 eggjarauða
3 dl hveiti

Fyllingin
2 dl ljós púðursykur
113 gr smjör
1/2 dl sýróp
1 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
3 pokar kashewhnetur

Byrjaði á að taka 22x33 cm form og setja álpappír í botninn.

Tók svo fram skál og þeytti þar smjörið og svo sykrunum
saltinu og eggjarauðunni saman við.

Bætti svo hveitinu smátt og smátt út í og blandaði saman við.

Deigið virkar frekar þurrt en er það í rauninni ekki :-)

Hellti deiginu í formið og notaði svo skeið og puttana
til að þjappa því niður í formið.

Svona leit þetta út að lokum.
Skellti þessu inn í ofninn við 180°C í 25 mínútur eða
þar til þetta var orðið fullið að sjá.

Á meðan botninn var í ofninum setti ég sykur, smjör
og sýróp í pott og hrærði reglulega allt þar til 
smjörið hafði bráðnað og þetta hafði blandast allt saman.

Leyfði suðunni að koma upp og leyfði að sjóða í 
1-1 1/2 mínútu.

Bætti þá rjómanum og vanilludropunum út í,
hrærði létt saman ...

bætti svo kashewhnetunum saman við og blandaði vel
saman við karamelluna.

Botninn svona líka fínn og tilbúinn fyrir fyllinguna.

Hellti karamellukashewblöndunni ofan á botninn 
og skellti forminu aftur inn í ofninn og bakaði í 
25 mínútur ...

kom svona líka fínt út.

Svo var bara að skera þetta í bita og bera fram.

Þetta var virkilega gott og alveg óhætt að mæla með þessu við öll tækifæri!

Meira síðar.

Ummæli