Hátíðarkvöldmatur 2012: Fordrykkur - Eplaengiferbolla

Ég gerði mér lítið fyrir og bauð í smá jólaboð um daginn. Þar var ýmislegt í boði og var að sjálfsögðu byrjað á fordrykk og endað á ítölskum eftirrétti. Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og hlakka til að dæla inn uppskriftum næstu daga. Auðvitað byrja ég á fordrykknum sem var reyndar líklega sá besti sem ég hef fengið lengi (þó ég segi sjálf frá) og ég mæli hiklaust með honum, sérstaklega hátíðlegur og bragðgóður.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
1 appelsína
2 kanilstangir
5 negulnaglar
4-5 cm engiferbiti
75 ml vatn
75 ml sykur
1,5 líter eplasíder
800 ml trönuberjasafi
2 dl dökkt romm

Byrjaði á því að undirbúa bragðsýrópið kvöldið áður,
en það dugar vel að gera það að morgni dags. Mér finnst
hins vegar alltaf ágætt að losna við eitthvað af verkefnum 
dagsins sem matarboðið er með því að byrja kvöldið áður.
Fyrsta verkefnið var að rífa börkinn af appelsínunni ...

Skar svo engiferrótina litla bita. 

Tók svo fram lítinn pott og setti í hann vatnið ...

og sykurinn ...

og svo kanilinn, engiferið, appelsínubörkinn og negulnaglana.

Leyfði suðunni að koma upp og sauð í 5 mínútur.
Setti svo lokið á pottinn, tók af hitanum og leyfði 
að standa yfir nóttu.

Svo rétt áður en gestirnir komu þá notaði ég sigti og
síjaði gumsið úr sýrópinu. Tók svo fram stóra skál
og hellti þar út í trönuberjasafnum og sýrópinu.

Blandaði öllu vel saman ...

Helltum svo að lokum eplasídernum út í og svo var
bara að bera fram :-)

Þetta var fáránlega bragðgott og virkilega hátíðarlegt. Mæli óhikað með þessu og mun alveg örugglega gera þetta aftur nú um hátíðarnar!

Meira síðar.

Ummæli