Tvöföld súkkulaðikaka

Ég elska súkkulaðikökur, sérstaklega þegar þær eru svolítið djúsí og mjúkar að innan.  Ég stóðst því að sjálfsögðu ekki freistinguna þegar ég rakst á þessa uppskrift um daginn - tvöföld súkkulaðikaka, ljós og dökk og önnur þeirra með maltöli í ofanálag :)

Uppskriftin var merkilega einföld ...
Ljósa kakan
85 gr smjör, mýkt
3 dl púðursykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt

Dökka kakan
85 gr suðusúkkulaði
56 gr smör
2 dl sykur
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
2 dl maltöl (eða Guinness bjór)
2 dl hveiti
1/4 tsk salt

Byrjaði á að þeyta saman sykri og smjöri.

hrærði svo eggjunum og vanilludropunum saman við.

Bætti svo þurrefnunum út í og blandaði saman við.

Tók svo fram eldfast mót, smurði það. 
Setti deigið í og skellti inn í ofn við 180°C í 15 mínútur. 

Á meðan hin kakan bakaðist var tilvalið að búa til
dökka hlutann. Byrjaði á því að bræða saman 
smjöri og súkkulaði.


Bætti svo sykri út í og þeytti saman við súkkulaðismjörið.

Svo var að bæta eggjunum og maltölinu saman við ...

og auðvitað þeyta saman.

Svo var að lokum að bæta hveitinu og saltinu saman við.

Dökka deigið tilbúið.

Þá var að taka formið út úr ofninum - kakan leit vel út.

Hellti svo dökka deiginu ofan á ...
namm hvað þetta var girnilegt :-)
Skellti þessu svo inn í 25 mínútur við 180°C

Út kom þessi líka góða kaka.

Óhætt að mæla með þessari - bragðgóð og virkilega djúsí - allt að því karamellukennd. Ekta fyrir bæði börn og fullorðna.

Meira síðar.

Ummæli