Innbakaður brie með beikon og karamelluðum lauk

Ég veit ég er alltaf að segja þetta, en þetta er svo sannarlega líklega ein besta uppskrift sem ég hef gert á þessum síðustu tveimur árum sem ég hef verið með þetta ágæta blogg. Fáránlega einfalt, skuggalega gott - hefði eiginlega bara átt að gera svona 10 stykki af þessu og allir hefðu verið sáttir með kvöldmat :-)

Ég hafði loksins tíma til að halda almennilega upp á tveggja ára bloggafmælið og það kom auðvitað ekkert annað til greina en að vera með franskt þema!

Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að gera innbakaðan brie í forrétt. Það hefur verið vinsælt síðustu ár að baka brie með t.d. chillisultu eða einhverju öðru sætu, en þar sem þetta var forréttur þá ákvað ég að það væri nú meira viðeigandi að nota eitthvað sem væri ekki sætt. Beikon og karamellaður laukur varð niðurstaðan, en auðvitað má nota margt annað. Hugmyndina fékk ég héðan.

Uppskriftin er fáránlega einföld, ég var með fjóra osta og það dugði sem forréttur fyrir 13 manns. Ég verð að viðurkenna að ég keypti smjördeig ... en það var aðallega út af því ða ég ver með opið hús fyrr um daginn (Heimilistónar á Vetrarnóttum) og hreinlega hafði ekki tíma til að gera deigið líka. Þannig að ég keypti bara frosið deig og notaði það. Ég tók það svo bara út frystinum með góðum fyrirvara þannig að það var þyðið þegar ég vildi svo nota það.

4 brie
4 plötur smjördeig
1 laukur
1/2-1 msk balsamic sýróp
7 beikonsneiðar

'
Byrjaði á því að steikja beikonið. 

Tók beikonið af og skellti lauknum og
hellti balsamic sýrópinu yfir og steikti, 
blandaði öllu vel saman, þ.e. lauknum og sýrópinu.

Flatti svo út, setti ostinn í miðjuna. Skellti svo slatta af 
lauk og beikon ofan á og lokaði svo ostinn inni

Þeytti saman eggi og smá salti og notaði til að pensla yfir.

Svo var bara að skella þessu inn í ofn við 200°C 
í um það bil 20 mínútur eða þar til þetta var farið
að líta vel út :-)

Svo var bara að bera fram ásamt kexi - hrikalega gott!

Þetta sló vægast sagt í gegn og það er alveg óhætt að mæla með þessu við öll tækifæri, hvort sem er sem forrétti eða til dæmis í saumaklúbbinn, já eða léttan hádegismat.

Meira síðar.

Ummæli