Beikonvafðir kjúklingabitar með púðursykri og cayenne

Ég prófaði alveg hreint yndislega einfalda uppskrift um daginn að ég enn hoppandi kát yfir því hvað hún er yndislega einföld og hrikalega bragðgóð. Ekki skemmir fyrir að það er smá cayenne pipar :-)

Þetta er ekta uppskrift til að gera fyrir partý, saumaklúbbinn eða jafnvel fyrir fótboltaleikinn, já eða bara að nota eina kjúklingabringu og gera svona í kvöldmat fyrir einn. Uppskriftin kemur upprunalega frá suðurríkjadrottningunni Paulu Deen en ég verð að viðurkenna að hún er í smá uppáhaldi hjá mér þessa dagana :-) Ég er þó aðeins búin að aðlaga hana að mínum smekk eins og alltaf.

Uppskriftin er eftirafarandi ...
3-4 kjúklingabringur
300-400 gr beikonsneiðar
1/2-3/4 dl púðursykur
~1/4-1/2 tsk cayenne pipar (setjið aðeins minna ef ykkur líkar ekki við sterkt)
1/4-1/2 tsk chillíduft
1/4-1/2 tsk cumin
Salt og pipar

Skar kjúklingabringur í bita ...

og vafði svo hvern bita inn í beikonstrimil.

Festi beikonið á kjúklinginn með tannstönglum,
er þó búin að komast að því eftir að hafa prófað 
þetta aftur að það er eiginlega óþarfi nema 
kjúklingarnir séu þess mun stærri en ég skar þá
í fremur litla munnbita.

Tók svo fram litla skál og blandaði þar saman 
púðursykri, kryddunum og salti og pipar.

Svo var bara að velta bitunum upp úr 
púðursykurskryddblöndunni. Mæli með því
að taka tannstöngulinn úr á meðan :-)

Bitinn orðinn vel sykraður.

Raðaði bitunum svo á ofnplötu
og skellti inn í ofninn við 180°C
í u.þ.b. hálftíma eða þar til kjúklingurinn
var orðinn eldaður í gegn.

Lítur vel út ekki satt?

Þetta var eiginlega alveg hreint hrikalega gott og smakkast þess mun betur með alveg íííísköldum drykk. Hlýjar, bætir og kætir!

Meira síðar.

Ummæli

Unknown sagði…
halló góðan daginn hvað þetta er girnilegt!
Vestfirðingurinn sagði…
Ég veit! Þetta var líka fáránlega gott :)
Vala sagði…
Nammm...verð að prufa. Einhver sósa sem þér finnst að myndi henta vel með ?