Kjúklingakássa frá Texas - Varúð ekki fyrir þá sem þola illa hita!

Texas er algerlega málið - eða var það allavega í matarboðinu á laugardaginn. Ég get ekki beðið eftir að Kristný frænka komi heim svo ég geti eldað þetta aftur og leyft henni að smakka - spurning hvort að bragðið sé eitthvað í líkingu við það sem er úti :)

Í aðalrétt var boðið upp á ofnbakaða kjúklingakássu eða King Ranch Chicken eins og það heitir á frummálinu. Þetta reyndist vera alveg hreint hrikalega gott - vel sterkt eins og mér líkar best (heil krukka af jalapeno í þessu) og fuuullt af osti og fleiri girnilegum hlutum.

Uppskriftin var eftirfarandi ... dugar fyrir 6-10 manns
9 kjúklingabringur
8 tsk limesafi
1 dl ólífuolía
6 hvítlauksgeirar
113 gr smjör
1 laukur
2 rauðar paprikur
2 rauðir chillí
1 dós niðursoðnir tómatar
1 krukka jalapeno 
~4 tsk tsk chillíduft
2 tsk cumin
4 dl kjúklingasoð
4 msk hveiti
1 tsk cayenne pipar
2 dl matreiðslurjómi
1 dl sýrður rjómi
1 búnt kóriander
6 dl rifinn ostur
3-6 tortilla kökur
Salt og pipar 

Skar paprikuna í bita

Saxaði chillíið ... var ég búin að nefna hvað ég
elska hnífana mína mikið? :)

og skar laukinn í bita sömuleiðis.

Tók kjúklingabringurnar og hellti limesafa yfir og
kryddaði með chillíduftinu. Reyndi svo að velta
bringunum vel upp úr limesafanum.

Skellti olílu í pönnuna og steikti kjúklingabringurnar 
í sirka 10 mínútur á hvorri hlið. Setti bringurnar
svo til hliðar í smá stund á meðan ég byrjaði á sósunni.

Skellti smjörinu í pönnuna og bræddi, skellti svo
lauknum, paprikunni og chillíinu út í og steikti.

Bætti svo hvítlauknum út í ...

Ásamt öllum kryddunum ...

og hveitinu og blandaði öllu vel saman.

Hellti svo kjúklingasoðinu út í og sauð í nokkrar 
mínútur eða þar til sósan hafði þykknað aðeins.

Þá var bara að hella matreiðslurjómanum út í ...

niðursoðnu tómötunum (átti ekki saxaða, nennti ekki
að saxa þá þannig að ég notaði spaðann til að brjóta
þá niður eftir að í pönnuna kom ...).

Hellti svo vökvanum af jalapenoinu og saxaði ...

og bætti svo út á pönnuna og hrærði öllu vel saman.
Leyfði þessu svo að malla í sirka 15 mínútur.

Á meðan dundaði ég mér við að rífa niður kjúklinginn
með tveimur gróftenntum göfflum.

Að u.þ.b. korteri liðnu var bara að bæta sýrða rjómanum
út í og smá limesafa til bragðbætingar ...

og auðvitað kóriandernum (nammi namm!)

og smá salti og pipar og blanda öllu saman.

Tók svo fram stórt eldfast mót og smurði að innan
áður en ég hellti smá af sósunni í botninn ...
setti svo tortilla kökur yfir sósuna ... svona eins og
ég væri að gera lasagna ...

setti svo kjúkling yfir tortilla kökurnar og setti
sósu yfir kjúklinginn og smá kóriander í viðbót...

setti svo tortilla kökur yfir þar og sósu og kjúkling aftur ...

endaði að lokum á kjúkling og sósu og dreifði svo
ostinum yfir og skellti þessu inn í ofn við 180°C 
í um það bil 25-30 mínútur eða þar til osturinn var
bráðnaður og farinn að taka smá lit.

Svona leit þetta út komið út úr ofninum - hrikalega girnilegt
og smakkaðist jafnvel enn betur en það leit út :)

Þetta var fáránlega gott og alveg ekta fyrir manneskjur eins og mig sem vilja fá smá spark frá matnum ... Þetta var bragðgott, sterkt og síðast en ekki síst uppfyllti þetta þá mikilvægu skyldu sem góður matur þarf að uppfylla = þetta var enn betra morguninn eftir!

Meira síðar.

Ummæli