Churros - Algert sælgæti

Ég var næstum búin að gleyma því að deila þessari uppskrift með ykkur.  Þetta var reyndar pinku klúður útlitslega en hrikalega gott samt sem áður. Mig hefur langað til að búa til churros alveg síðan ég smakkaði þetta fyrst á evrópskum markaði í Aberdeen í Skotlandi. Svo liðu 5 ár en loks kom að því að ég lagði í að prófa að búa til churros sjálf.

Uppskriftin var eftirfarandi ...
6 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
5 vatn
1/2 tsk salt
3 msk púðursykur
2 eggjarauður
Flórsykur
Olía til að djúpsteikja

Byrjaði á að sigta saman hveiti og lyftiduft í skál og
setti svo til hliðar.

Tók fram pott og hellti vatninu í hann og leyfði suðunni að 
koma upp. Bætti svo saltinu og púðursykrinum út í
vatnið og hrærði saman þar til það hafði blandast saman.


Tók svo fram skálina með hveitinu og hellti vatninu út 
og notaði sleif til að hræra saman.

Svo var bara að bæta eggjunum út í - einu í einu 
og hrærði vel saman þar til blandan var orðin 
silkimjúk og glansandi.

Þá var deigið tilbúið.

Ég setti deigið í poka ...

svo var bara að pípa deiginu smátt og smátt 
í djúpsteikingarolíuna og steikja það.

Ég hefði mátt steikja það aðeins lengur ...
var bara pinku óþolinmóð :)

En svo var bara að strá flórsykri yfir ...

og búa til smá súkkulaðisósu með smjöri (100 gr) ...

og súkkulaði (150 gr) ...

og dass af matreiðslurjóma og bræða og hræra saman.


Svo var bara að bera fram með karamellusósu og
súkkulaðisósu og njóta!

Þetta reyndist virkilega gott - djúpsteikt deig og sykursætarsósur ... hvað gæti verið betra? :)  Ég mæli óhikað með þessu! Í kvöld er það svo Texasþema og svo tveggja ára bloggafmæli eftir tvær vikur! Spennandi tímar framundan á blogginu.

Meira síðar.

Ummæli