Chile con carne með chile de queso

Litla systir talaði við mig fyrr í vikunni og spurði hvort ég ætti ekki einhverja góða chile con carne uppskrift. Ég hélt það nú og stóð raunar í þeirri trú að sú uppskrift væri nú þegar komin á bloggið. Svo reyndist ekki vera en þegar hún hafði svo samband við mig í dag og ítrekaði beiðnina um uppskriftina ákvað ég að drífa bara í að skella í chile con carne fyrir bloggið í leiðinni, hún átti jú afmæli í fyrradag og því ekki nema bara gaman að vera þetta fyrir hana ... fyrir utan hvað þetta er helv gott :-)

Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 3-4 
1 laukur
2 grænar paprikur
2 hvítlauksgeirar
2 pylsur
400 gr nautahakk
1 dós tómatpúrra
3/4 tsk kakó
2 msk chillíduft
1 msk cumin
1/4 tsk kanill
1 tsk oreganó
2 þurrkuð chillí
Svartur pipar og salt
4-5 tómatar eða 1 dós niðursoðnir tómatar
1/2 dl rauðvín
1 dós nýrnabaunir
Kóriander

Byrjaði á því að skera laukinn frekar smátt ...

sem og grænu paprikuna.

Saxaði svo hvítlauksgeirana.

Setti ólífuolíu í pönnu og bætti svo lauknum og paprikunni
út á pönnuna og léttsteikti í nokkrar mínútur.

Bætti þá hvítlauknum út í og leyfði að steikjast aðeins betur.

Skar pylsurnar í þunnar sneiðar.

Setti nautahakkið út á pönnuna og steikti.

Þegar kjötið var steikt bætti ég pylsunum 
út í og blandaði saman við.

Tók svo saman öll kryddin ...

og bætti út á pönnuna ásamt tómatpúrrunni.
Blandaði öllu vel saman og leyfði að steikjast aðeins.

Saxaði tómatana og bætti út á sömuleiðis.

Blandaði öllu vel saman og hellti rauðvíninu út í.

Bætti nýrnabanunum út í sömuleiðis ...

Blandaði enn og aftur öllu saman og leyfði að malla
í sirka 15-20 mínútur. Á meðan kjötið mallaði
þá bjó ég til 1/4 uppskrift af chile de queso.

Svo var bara að hræra kóriander saman við ...

Að lokum ... njóta!

Þetta reyndist virkilega gott - sterkt og gott. Það er fátt sem ég elska meira en sterkan mat og þetta uppfyllti allar mínar kröfur. Mæli eindregið með þessu.

Meira síðar.

Ummæli

Vala sagði…
Hæ, hæ..hvaða sósa er þetta ofan á í lokin ?