Brownies með lavender

Ég bauð hluta af stórfjölskyldunni í mat um daginn og að sjálfsögðu var boðið upp á eftirrétt. Ég hafði verið í nokkurn tíma að reyna að kaupa lavender og rakst loksins á það í Heilsuhúsinu í Reykjavík. Það var því tilvalið að prófa eina af lavender uppskriftunum sem mig hafði lengi langað til að prófa; brownies með lavender.  Hljómar spennandi ekki satt?  Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum!

Uppskriftin var eftirfarandi ... fyrir 8-10 (einn góður biti á mann)
2 dl sykur
1/4 tsk lavender
110 gr suðusúkkulaði
113 gr smjör
1/8 tsk salt
1/8 tsk kanill
1 1/2 tsk vanilludropar
2 stór egg
1 dl hveiti

Byrjaði á að setja sykurinn og lavender í litla
matvinnsluvél og blandaði vel saman.

Setti svo smjörið og sykurinn saman í pott og bræddi.

Bætti kanill og salti út í sykurblönduna.

Þegar súkkulaðið og smjörið hafði bráðnað og blandast
vel saman hellti ég út sykurskálinni út í og hrærði vel saman.

Svo var að bæta eggjunum út í og hræra saman við ...

og svo hveitið út í að lokum ...

Takið eftir því að ég notaði bara sleif 
til að gera þetta allt saman.

Svo var bara að smyrja formið og hella deiginu út í.
Notaði 20x30cm form.
Skellti því svo inn í ofninn við 180°C.

Um 25 mínútum síðar tók ég formið út og
voilá, þessi líka snilldar kaka tilbúin!

Þetta reyndist hin ágætasta kaka, ótrúlega mjúk og bragðgóð. Skemmtilegt líka hvernig lavenderbragðið kom í gegn, átti ekkert endilega von á því, en fyrir vikið var þetta líka svolítið öðruvísi - eiginlega pinku ólýsanlegt og alveg svakalega gott. Mæli óhikað með þessari.

Meira síðar.

Ummæli